Blik - 01.05.1961, Page 12
10
B L I K
Örn Tryggvi Johnsen.
bæði vegna góðra námsgáfna
og elju. Hann var vaxandi
námsmaður, þegar Ihann féll
frá.
Örn Tryggvi var jafnan hæg-
látur í daglegri framkomu, at-
hugull og skýr. Samvizkusamur
var hann um öll skyldustörf sín,
en lét lítið yfir sér á skólabekk.
Sjaldan mun hann hafa komið
ólesinn í tíma í skólanum og
oftast með, þegar á var leitað.
Hann átti ríka fegurðarhneigð
og var hið mesta snyrtimenni.
Ég varð aldrei annars var,
en að Örn væri hinn reglusam-
asti unglingur, sem neytti
hvorki tóbaks né áfengis. Fyrir
nokkrum árum hefði mátt
kalla það fjanstæðukennt að
taka slíkt fram í stuttri minn-
ingargrein um 16 ára ungling
hér í Eyjum. Nú er öldin önnur.
Að mínum dómi var Örn
Tryggvi mikið og gott manns-
efni, sem lífið sjálft hefði sann-
að okkur, ef honum hefði enzt
aldur. Að missi slíkra ung-
menna er þjóðarskaði, enda
þótt fráfall þeirra sé vitaskuld
sárast foreldrum, systkinum og
öðrum nánustu ástvinum,
Við, sem nutum þess að hafa
þennan efnilega ungling í skóla
með okkur, ýmist sem kennar-
ar hans eða skólafélagar, biðj-
um Blik að tjá foreldrum hans
og öðrum nákomnum ástvinum
og venzlamönnum dýpstu sam-
úð í missi þeirra og söknuði.
Þ. Þ. V.
Minningarsjóður um Örn
Tryggva Johnsen
Á s.l. vetri stofnuðu nemend-
ur Gagnfræðaskólans minning-
arsjóð um samnemanda sinn,
Örn Tryggva Johnsen, með kr.
3000,00 framlagi úr sjóði Mál-
fundafélags skólans, Síðan hafa
bætzt í sjóð þennan nokkrir
peningar, svo að við s.l. áramót
nam hann kr. 4366,75.
Minningarsjóður þessi skal
vera deild í „Minningar- og
styrktarsjóði nemenda Gagn-
fræðaskólans" en forseti Is-
lands staðfesti reglugerð hans
árið 1947. Meginhluta vaxta