Blik - 01.05.1961, Page 13
ÁRNI ÁRNASON:
Gömul bréí eru góð heimildarrit
Mönnum hefur löngum þótt
fróðlegt að skyggnast eitthvað
inn í fortíðina, slugga í gömul
heimildarrit, blöð og bækur,
sem gefa einhverjar upplýsingar
um löngu liðna atburði. Gömul
sendibréf geyma oft ýmislegt,
sem fortíðina varðar og geta
stundum verið þær einustu
heimildir, sem til eru um eitt
og annað.
Á þeim árum, þegar enginn
var síminn, fluttu bréfin vina-
kveðjur og fréttir og voru oft
einasta sambandið vina í milli.
Geta má nærri ,að sendibréf
milli ástvina, sem voru í Ame-
ríku annars vegar og heima á
hans skal varið til styrktar
ungum Eyjamönnum, sem
stunda nám, er atvinnulífi
Eyjabúa má verða til varan-
legrar eflingar.
Við, sem stöndum að sjóði
þessum og starfinu í 'heild, vild-
um óska þess, að Eyjabúar
vildu minnast þessa sjóðs, þeg-
ar þeir finna hvatir til að leggja
fé af mörkum til eflingar ungu
fólki hér til slíks náms.
íslandi hins vegar, hafa verið
aufúsugestir, er örlögin spunn-
ust svo, að þeir urðu að skilja
samvistir um ófyrirsjáanlegan
tíma eða jafnvel að fullu og öllu.
Frá tímum mannflutninga úr
Eyjum til Ameríku á árunum
1860—1900 eru hin síðari árin
að koma fram í dagsljósið mjög
skemmtileg sendibréf. Núlifandi
fólk hefur skilið réttmæti þess
og nauðsyn, að efni þeirra kæmi
fyrir sjónir almennings. Sé
réttilega á öllu haldið, geta þau
engan skaðað en veitt mikla
fræðslu.
Hér birtist eitt slíkt sendi-
bréf. Það er frá foreldrum í
Eyjum til dóttur þeirra í Ame-
ríku. Það er skrifað aðeins fáum
mánuðum áður en faðirinn
drukknaði við landsteina Eyj-
anna, eða nánar til tekið hér á
innsiglingunni í höfnina. For-
eldrar þessir höfðu orðið að sjá
á bak tveim dætrum sínum vest-
ur til Ameríku. Þær f óru þangað
einar síns liðs á eftir mönnum
sínum með eitt og tvö kornbörn.
Burtförin hefur eflaust orðið
þeim þungbært hryggðarefni,
ekki sízt þar sem allt benti til