Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 14
12
B L I K
þess, að foreldrarnir og dætur
myndu aldrei sjást framar. Þó
fór svo, að önnur dóttirin kom
aftur heim til Eyja af sérstök-
um ástæðum, en sem sagt þá
var faðirinn drukknaður. Hin
dóttir hans kom hins vegar
aldrei aftur til Islands, svo að
viðskilnaður hennar við fólkið
í Eyjum varð algjör. Hún lézt
vestra ásamt manni sínum.
Einmitt þannig hefur þetta ver-
ið í fjölda mörgum tilvikum.
Einasta samband ástvinanna
voru sendibréfin.
Eftirfarandi bréf er skrifað
af Lárusi Jónssyni hreppstjóra
á Búastöðum og Kristínu konu
hans til dóttur þeirra Jóhönnu,
síðar búandi á Grund hér í bæ,
konu Árna Árnasonar frá Vil-
borgarstöðum. Árni Árnason
fór vestur til Utah árið 1891, en
Jóhanna árið eftir ásamt nokk-
urra mánaða gamalli dóttur
þeirra, Ástrósu. Eru til mörg
bréf um ferðir þeirra og afkomu
vestra, sem munu verða birt í
riti þessu, er aðstæður leyfa.
Ástæðurnar fyrir afturkomu
þeirra hjóna, Árna og Jóhönnu,
hingað til Eyja var sú, að systir
hans, bróðir og móðir tóku öll
mormónatrú. Systurnar hétu
Jóhanna, Ingveldur og Hildur.
Bróðirinn Eyvindur. Móðirin
Vigdís Jónsdóttir. Seinni mað-
ur hennar var Jón Eyvindsson
mormónatrúboði. Þau hvöttu
öll mjög hjónin Árna og Jó-
hönnu til að taka mormónatrú,
en það vildu þau ekki. Leiddi
þetta til þess, að þeim fannst
óbærilegt að vera lengur vestra.
Þau hurfu þess vegna heim til
Eyja alfarin árið 1898, síðari
hluta sumars.
Hin dóttir Lárusar og Krist-
ínar á Búastöðum hét Steinvör.
Hún giftist Einari Bjarnasyni
frá Dölum hér í Eyjum. Einar
var móðurbróðir Tómasar M.
Guðjónssonar í Höfn, bróðir
Guðjóns í Sjólyst. Einar fór
einnig á undan konu sinni til
Ameríku, en hún fór á eftir
næsta ár ásamt tveim börnum
þeirra. Einar Bjarnason og
Steinvör Lárusdóttir létust bæði
vestra án þess að sjá ísland
aftur.
Læt ég svo hér koma
nokkrar skýringar við efni
bréfsins.
I bréfinu getur Ingimundar í
Draumbæ. Hann var faðir Sæ-
mundar, er síðar getur, föður
Kristmundar, sem nú býr í
Draumbæ.
Þorsteinn í Móhúsum var
holdsveikur maður, er bjó í Mó-
húsum lengi. Hún hét Evlaía
Nikulásdóttir, sem um hann
annaðist í veikindum hans og
elli.
Þá getur Lárus Katrínar í
Draumbæ. Hún var Þorleifs-
dóttir og var kona Ingimundar
bónda.
Bryde, er um getur í bréfinu,