Blik - 01.05.1961, Side 15
P. L I K
13
er J. P. T. Bryde kaupmaður, og
var Jes Thomsen verzlunarstjóri
hans í Godthaab. Jes Thomsen
var kvæntur Jó-hönnu dóttur
mad. Roed. Jóhann sá, er bréfið
getur um, er sonur Jóhönnu frá
fyrra hjónabandi hennar með
Pétri Bjarnasen. Hin börnin
þeirra Péturs voru Anton, Niko-
laj, Friðrik, Karl og Jóhanna.
Þau báru öll Bjarnasensnafnið.
Vilhelm Thomsen er sami
maðurinn og Villi Thomsen, eins
og hann venjulega var kallaður.
Hann var um tíma verzlunar-
stjóri í Garðinum. Hann komst
í fjárþröng (sjóðþurrð) þar og
strauk ókvæntur til Bandaríkj-
anna. Við hann var kennd Villa-
stofa í Garðinum. Hún var vest-
an megin mót norðri. Austan
megin var Bryde stofan. Þar
hélt herra Bryde sig, er hann
var í bænum.
Villi Thomsen er sagður hafa
verið mjög skemmtilegur mað-
ur, kátur og vinamargur. En
hann drakk mikið, og allt lenti
í mesta ólestri hjá honum.
Gísli, bróðir Jóhönnu, er Gísli
Lárusson í Stakkagerði, gull-
smiður, útgerðarmaður og
bóndi m. m., kvæntur Jóhönnu
Árnadóttur Diðrikss., hrepp-
stjóra.
Sýslumaðurinn, sem um get-
ur, er Jón Magnússon, síðar
ráðherra. Hann var sýslumaður
hér 1891—1896.
Hjónin á Búastöðum, Lárus Jónsson,
hreppstjóri, og Kristín Gisladóttir.
Litla Rós er Ájstrós dóttir
Árna og Jóhönnu. Hún var
fædd í Eyjum en lézt í Spanish
Fork 1894, rúmlega þriggja ára
gömul. Telpurnar á Vesturhús-
um eru þær Magnússína Eyj-
ólfsdóttir Jónssonar og konu
hans Velgerðar Eiríksdóttur, en
Steina, er Steinunn Oddsdóttir
Ámasonar. Systir Odds var Sig-
ríður í Vertshúsinu (Fryden-
dal), móðir þeirra Johnsens-
bræðra. Faðir Odds og Sigríðar
var Árni bóndi Þórarinsson á
Oddsstöðum. Hann var frá Hofi
í Öræfum. Kona hans var Þuríð-
ur Oddsdóttir.