Blik - 01.05.1961, Side 17
BLIK
15
mjög margt fólk um allt Island.T'j Mer þykir veirst, hvað þau feíru
fólk á góðum aldri, og mikið marga
höfðingja, presta, lækna og sýslu-
menn, sem þið fáið að lesa um í
blöðunum íslenzku, þeir sem þau
Jesa. T. d. í Múlasýslum voru 30
dauðir í einu prestakalh. Þar lágu
líkin innan um fólk dauðveikt í
rúmunum og enginn til hjálpar að
flytja dauða fólkið út úr bæjunum
frá því, sem lífs var. Eins heyrðist,
að fénaður hefði staðið inni hjálp-
arlaus dægrum saman.
Nú er kominn 16. júlí.
Mín góða Jóhanna! Af því að póst-
skipið átti ekki að fara beint til
Englands, heldur kringum ísland
aftur og til Reykjavíkur, þá létum
við ekki bréfin fara í þeirri ferð-
inni, þó að sumir gjörðu það í þeirri
von, að „Laura“ hitti „Thyru“ á
Austfjörðum. Og biðjum við þig
mikið að fyrirgefa, hve seint og
sjaldan þið fáið bréf frá okkur
heima.
Ég hefi alltaf svo mikið að gjöra,
að ég er í vandræðum með það.
Nú er ég búinn að vera í Ellirey í
þrjár vikur til að veiða svartfugl.
Drengirnir mínir voru ekki antekn-
ir, því að þar eru erfiðar ferðir og
mjög há sig, en bráðum kem ég
heim til að slá túnin, ef einhvern-
tíma batnar tíðin.
Líka hefi ég slegið Ellirey, en
tíðin er svo vond, að okkar fáu ver-
tíðarfiskar eru enn ólagðir inn í
Búðina, tólf og hálfa viku af sumri,
auk heldur að nokkur baggi hafi
náðst af heyi. Við erum búnir að fá
í hlut af svartfugli 250 og 200 lunda.
Við erum nú að byrja að veiða
hann, og lítur út fyrir, að hann verði
dálítill. Það mun líka koma sér vel,
því að hér lítur út fyrir mestu bág-
indi af hinu ómuna _ aflaleysi hér
nú í hálft annað ár. Ég er nýbúinn
að skrifa Arna þínum um öll þau
bágindi, og læt ég bæði bréfin ykk-
ar í sama umslagið, svo að ég vona,
að þið getið séð þau hvort hjá öðru.
fréttalítil um það, sem ykkur lang-
ar helzt að heyra.
Það deyr hér enginn og allflest-
ir heilbrigðir. Þó má nefna Sæ-
mund í Draumbæ. Hann hefur legið
síðan snemma á vertíð í meinlæti
.... Þá fór hann suður til landlækn-
is í vor og kostaði 30 krónur skurð-
urinn, en ferðin alls um 100 krónur,
svo að þú sérð, að aumingja karlinn
hefur verið mæðumaður þetta ár,
að missa nýborna kú um veturnæt-
ur og Ingimund sinn á vertíðinni.
Þó að hann væri sífellt heilsulasinn,
þá var hann þó ráðmaður hinn bezti
og aldrei iðjulaus. Þó er nú Sæ-
mundur kominn á fætur, en getur
ekkert gjört.
Bryde er nú búinn að reka Jes
Thomsen úr Godthaab. Hann átti
að fara í dag, en Jóhann Bjarnasen
mun hafa móður sinnar vegna geng-
ið í það, að hann fái að vera þennan
mánuð út, og heyrist, að engir geti
eða vilji Ijá honum kompu. Helzt nú
á orði, að Gísli bróðir þinn ætli að
skjóta yfir þau skjólshúsi fyrst um
sinn, ef þeim verður ekkert annað
til. Sagt er, að sýslumaður fari í
Godthaab, þegar búið er að bæta
húsin. Hann verður þá hér til vors-
ins, en líklegra, að hann fái Suður-
Múlasýslu í vor. Honum þykir hér
lág laun, en betri víðast annars stað-
ar. Hér er lítil og hæg sýsla.
Við öll hér biðjum mjög vel að
heilsa litlu, Ijúfu Rós, og hugsar
mamma þín oft til hennar, þegar
hún sér telpurnar á Vesturhúsum,
Sínu og Steinku litlu, sem kemur
oft hingað að gamni sínu. Líka höf-
um við gaman að henni. Hún er svo
lík Stínu htlu á fæti og í vexti.
Þetta og margt fleira rifjar upp
fyrir okkur gamlan söknuð ykkar
skemmtilegu barna, og er nú víst
ekki trútt um, að okkur langi vest-
ur, þó að, þar hafi víst ekki verið
gott síðast liðið ár, því er nú ver,
eftir því sem flestir skrifa. En hér