Blik - 01.05.1961, Side 18
16
B L I K
er líka það langversta árferði, sem
menn muna. Vonandi er, að skap-
arinn bæti úr því, ef hann ætlar
mönnum að lifa.
Mín góða elsku Jóa. Ég veit þér
leiðist að lesa þetta rugl, því að ég
er að flýta mér. Nú snögga ferð
heim úr Ellirey. En póstskipið á að
koma hér á morgun frá Kaup-
mannahöfn. Það heitir ,,Botnía“,
(aukaferð), og er von á mörgu
ferðafólki með því, bæði ensku og
frá Höfn, undir forustu Nikolaj
Thomsen eins og í fyrra.
Berðu mjög góða kveðju mína
Vilhelm Thomsen og segðu honum,
að mig langi til að senda honum
mynd seinna. Líka, að ég sé enn
hafnsögumaður, en lengur ætli ég
ekki að vera það en þetta sumar.
Þá búinn að vera 25 V2 ár eða tú
aldar. Sömuleiðis bið _ég að heilsa
kæra Sigurði mínum Arnasyni með
hjartans þökk fyrir ö:l góðverk
ykkur systrum auðsýnd í orði og
verki. Það er ekki svo mikið, að ég
komist til að skrifa honum, og verð
því svikari við hann. Líka vil ég
heilsa öllum mínum gömlu kunn-
ingjunum, sem kveðju minni og
okkar vilja taka.
Það heyrist ekki nefnt, að nokkur
ætli héðan vestur og enginn missí-
sjeri (missionær) hefur komið hing-
að frá Utah. Þórarinn hefi ég ekki
heyrt nefndan síðan í vor, að hann
kom til Reykjavíkur, svo að þér
verður ekki sent eitt lóð af fræi,
sem þig langaði að fá. Heldur ekki
blómafræi, nema það yrði viss ferð,
því að lítt mögulegt mun vera að
senda svoleiðis í bréfum.
Ég hefi svo ekki í þetta sinn
fleira, af því að tíminn leyfir ekki
að segja ykkur, þó að ótal fleira
mætti tína til, ef tíminn leyfði. Ég
bið þið mikið vel að fyrirgefa mé:.'
þetta ófullkomna flýtisbréf.
Fyrir fáum dögum eignaðist Ólöf
systir þín efnilegan son. Hún mun
fara á fætur í dag. Hefur henni
ekki heilsazt upp á það bezta, því
að hún er heilsutæp. Þau eiga nú 4
börn, þrjá syni og eina dóttur. Þessi
yngsti er óskírður.
Gísli bróðir þinn er nú í Álsey
að veiða lunda og hefur hjá sér julið
sitt til að fiska á á milli og flytja
fuglinn heim 1 Víkina.
Kveðjum við þig svo öll, foreldrar
þínir og systkin, og felum þig og
elsku litlu Rós góðum Guði um
tíma og eilífð óskandi þess, að við
mættum fá góð bréf frá ykkur næst.
og óskum ykkur góðrar líðunar til
lífs og sálar.
Þínir til dauðans heitt elskandi
foreldrar.
Lárus Jónsson og
Kristín Gísladóttir.
Gjaíir íærðar Gagn-
íræðaskólanum
1. Eiríkur Sigurðsson ,skipstjóri,
frá Hruna í Eyjum gaf skólan-
um á s.l. sumri, svínsunga í
formalíni, ágætan hlut í nátt-
úrugripasafn skólans.
2. Þorgeir Jóelsson, skipstjóri, frá
Fögruvöllum í Eyjum gaf skól-
anum silfurbrama, sem skólinn
hefur látið setja upp og ganga
frá til varanlegrar geymslu.
3. Lárus Long, málari, gaf skólan-
um uppsettan fugl óþekktan.
4. Bræðurnir Hermann og Arnar
Einarssynir, Helgafellsbraut 6,
gáfu skólanum Landnámabók,
útgáfu Helgafells, í tilefni 30
ára afmælis skólans á s.l. hausti.
Fyrir hönd Gagnfræðaskólans
þakka ég alúðlega þessar góðu gjaf-
ir og velvild og hlýhug til stofn-
unarinnar og menningar Eyjanna.
Þá þakka ég einnig öllum þe;m,
sem hafa gefið skólanum skeljar og
kuðunga og fleira því líkt, sem
eykur gildi starfsins og hróður
Eyjanna, en það gera öll slík söfn.
Þau eru menningarvottur.