Blik - 01.05.1961, Page 20
18
B L I K
og athafnalífi. Norðmenn voru
tiltölulega fljótari að kippa við
sér, eftir að frelsið var fengið,
þó að bágur fjárhagur yrði
þar lengi hemill og fjötur um
fót. Síðar námum við svo ís-
lendingar ýmis fræði, tækni og
athafnatök af Norðmönnum.
Má í því sambandi minna á
veiðarfæri til þorsk- og síld-
veiða og síðar hvalveiðitækni.
Þá höfum við á síðustu tímum
lært af þeim fiskiklak og loð-
dýrarækt.
En hér er hvergi nærri allt
talið. Brautryðjendur íslenzku
þjóðarinnar í nútíðar landbún-
aði sóttu áhugaeldinn, aukna
víðsýni og sinn glögga skilning
á þrengingum þjóðarinnar og
þörfum einmitt til nánustu
frændþjóðarinnar austan Atl-
antsálanna. Þar lærðu þeir hin
verklegu undirstöðuatriði með
nokkurri bókfræði í búvísind-
um.
Norðmenn eignuðust fyrsta
búnaðarskólann sinn árið 1825;
en við ekki fyrr en 1880,
bændaskólann í Ólafsdal í Dala-
sýslu.
Fáir íslendingar fylgdust
betur með þróun allra fram-
faramála í Noregi en Jón Sig-
urðsson, forseti. Skyldleikinn,
sagan og sameiginleg örlög
frændþjóðanna orkuðu á það.
Veðrátta í Vestur-Noregi,
atorka og 'hugsunarháttur
fólksins og staðhættir allir
sannfærðu forsetann um það,
að til Noregs bæri að hvetja
unga og framsækna Islendinga
til búnaðarnáms. Þetta gerði
hann ekki án árangurs. Þessi
hvatningaorð forsetans leiddu
til þess öðrum þræði, að marg-
ir og atorkusamir Islendingar
lögðu leið sína til Noregs til
búnaðarnáms á síðari hluta
síðustu aldar og urðu síðan
brautryðjendur íslenzku þjóð-
arinnar í búnaðarmálum, leið-
beinendur hennar og fræðend-
ur. Margir þeirra munu hafa
notið einhvers styrks af opin-
beru fé til búnaðarnáms í Nor-
egi.
Þessir ungu íslendingar sóttu
næstum einvörðungu einn og
sama búnaðarskólann, skólann
á Stend (að Steini) í Fanahér-
aði, 17—18 km suður af Björg-
vin.
Á s.l. sumri átti ég þess kost
að dveljast á Stend nokkrar
vikur. Tóku þá að rifjast upp
fyrir mér ýmis fræðsluatriði
úr búnaðarsögu íslenzku þjóð-
arinnar, er ég hafði heyrt og
numið í bændaskólanum á
Hvanneyri, þegar ég stundaði
þar nám innan við tvítugt. Ég
tók því að kynna mér lítilshátt-
ar sögu þessa merka búnaðar-
skóla og nöfn þeirra Islendinga,
sem þar höfðu dvalizt við nám
frá fyrstu tíð og orkað síðan
til framfara og farsældar ís-
lenzkum landbúnaði. I þennan