Blik - 01.05.1961, Qupperneq 22
20
B L I K
bóndi á Kolbeinsá í Bæjar-
hreppi. Hann mun þó ekki
fyrsti íslendingurinn, sem
stundar búnaðarnám í Noregi,
enda þótt hann væri fyrsti ís-
lenzki nemandinn á Stend.
Tryggvi Gunnarsson, síðar
bankastjóri, mun hafa siglt til
Noregs 1864 með styrk frá
stjórninni til þess að kynna sér
norskan landbúnað, og mun svo
hafa ráðizt fyrir áeggjan Jóns
Sigurðssonar forseta.
Fyrsti skólastjóri búnaðar-
skólans að Stend var Georg
Alexander Wilson, af skozkum
ættum. Hann var fæddur í
Skotlandi 1833 en alinn upp í
Noregi, þar sem foreldrar hans
voru búsettir. Gegndi faðir
hans trúnaðarstarfi fyrir
norska ríkið á vegum sjálfs
konungsins, Karls Jóhanns.
Langar mig að minnast hér
á nokkur ákvæði úr fyrstu
reglugerð skólans, með því að
mér skilst, að sú reglugerð hafi
að einhverju leyti verið höfð til
hliðsjónar, þegar bændaskólinn
á Hvanneyri var mótaður
(1889), enda var fyrsti skóla-
stjóri hans nemandi frá Stend.
Þessi reglugerðaratriði, sem ég
birti hér, eru fremur endur-
sögð en þýdd orðrétt.
Amtstjórnin skyldi afráða
árlegan f jölda nemenda í skól-
anum í samráði við skólastjóra.
Námstíminn var 2 ár, og hófst
skólaárið í marzmánuði. Nem-
endur voru skuldbundnir til að
vera í skólanum bæði árin og
ljúka prófi að þeim loknum.
Þessar skyldur urðu nemendur
að gangast undir:
1. Vinna að jarð- og garðyrkju.
2. Hirða skrúð- og ávaxtagarð
skólans.
3. Hirða bústofninn, kýr, sauð-
fé, hesta og svín.
4. Vinna í smíðaverkstæði
skólans og í smiðju.
Fyrir vinnu þessa skyldu
nemendur fá húsnæði, ljós, hita
og þjónustu og íburðarlaust
fæði, næringarríkt og nægilegt.
Enginn fær inngöngu í skól-
ann fyrr en hann er fullra 18
ára. Áður skal hann hafa
stundað landbúnaðarstörf. Það
er tekið fram, að nemendur p-
skuli vera vel læsir og sæmilega t
skrifandi og hafa lært hina.r
fjórar undirstöðuaðferðir reikn-
ings, bæði með heilum tölum og
brotum.
Geri nemendur ekki skyldu
sína samkv. þessum ákvæðum
eða hafi í frammi óviðunandi
framkomu, skal þeim vikið úr
skóla.
Yfirstjórn skólans, amt-
stjórnin, getur veitt einstaka
nemanda styrk til fatakaupa
og annarra þarfa, þegar sér-
staklega stendur á.
Öll f jósverk skulu nemendur
inna af hendi undir stjóm
,,fjósameistara“ og yfirstjórn
skólastjóra.