Blik - 01.05.1961, Page 23
BL I K
21
I sambandi við hirðingu sauð-
fjárins, skulu nemendur læra
að rýja, baða, marka, skera af
klaufum o.s.frv. Þessi verk
skulu þeir læra vel, og hvernig
standa skuli að þeim.
Nemendur skulu læra að
r*kta jörðina, læra að plægja,
herfa og sá, og önnur þau
Verk, sem að jarðrækt lúta. Þá
skulu þeir sérstaklega læra að
rækta rótarávexti, svo sem
rofur, kartöflur og gulrætur.
Keyptur skal handa skóla-
húinu tilbúinn áburður, svo að
ttemendur læri að nota hann.
Skrúðgarður skólans með
ávaxtatrjám og blómaskrúði
skal vera til fyrirmyndar. Skulu
nemendur vinna þar og kunn-
attumaður stjórna verki.
Þá skulu nemendur vinna að
skógrækt, læra að gróðursetja
skóg, grisja hann, þekkja trjá-
tegundir og mismunandi' gæði
þeirra. Þeir skul einnig læra að
vinna eldivið úr skóginum.
Að vetrinum skulu nemendur
vinna í smíðaverkstæði skólans
og smiðju. Jafnframt skal þeim
kennt að gera vinnuteikningar
af vélum og verkfærum.
Nemendur skulu læra land-
mælingar og kortagerð.
í bóklegum greinum skal
þetta kennt:
Húsdýrafræði, líffærafræði,
áburðarfræði og grasafræði (og
þar með um val sáðplantna og
uppskeru).
Kenna skyldi nemendum bók-
færslu og færslu búreikninga.
Þá áttu þeir einnig að læra
gerð selja og um rekstur
þeirra.
Væru kennslubækur ófáan-
legar í vissum greinum,
skyldi1 kenna í fyrirlestrum.
Þannig var einnig sá háttur
hafður á um bóklega kennslu í
íslenzku bændaskólunum fyrstu
30—40 árin eftir stofnun
þeirra.
Nemendur skyldu þreyta próf
að loknu námi og skipaðir próf-
dómarar dæma úrlausnir.
Búnaðarskólinn að Stend tók
við nýsveinum annað hvort ár.
G. Wilson stjórnaði skólan-
um fyrstu 20 árin eða frá 1866
til 1886.
Á þessum árum stunduðu
samtals 18 Islendingar nám
við búnaðarskólann á Stend,
eitt námstímabilið 7 saman og
í annað skiptið 4. — 11 luku
prófi, en 6 hurfu úr skóla án
prófs, sumir gegn vilja skóla-
stjóra eða í óleyfi hans, en sum-
ir með hans samþykki. Einn
íslenzki nemandinn stóðst ekki
fullnaðarprófið.
Ártölum þeim, sem þetta nám
þeirra varðar, ber ekki alltaf
saman í búnaðarsögu þjóðar-
innar og skýrslum skólans. Ég
fer eftir íslenzkum heimildum
um fæðingarár nemenda, en
námsárin byggi ég á skýrslum
skólans. Námsár nemenda set