Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 24
22
B L I K
ég í sviga en get helztu ævi-
atriða þeirra, ef þau eru mér
að einhverju kunn, til þess að
gefa lesandanum hugmynd um
áhri'f búnaðarskólans að Stend
á þróun og framfarir íslenzkra
búnaðarmála á síðustu 8—9
áratugunum.
Nemendatal:
1. Ólafur Bjamarson (1867—
1869) var síðar bóndi að Kol-
beinsá í Bæjarhreppi.
2. Sveinn Sveinsson (1869—
1872), f. 21. jan. 1849 í Firði
í Mjóafirði í S.-Múlasýslu. Eft-
ir að hafa lokið námi að Stend,
kynnti hann sér f járrækt í Nor-
egi og Skotlandi. Síðar lauk
hann námi við búnaðarháskól-
ann í Kaupmannahöfn. Hann
var fyrsti búfræðingur í þjón-
ustu Búnaðarfélags Suðuramts-
ins og leiðbeinandi bænda á
sumrum (1873—1877), áður en
hann hóf nám í búnaðarháskól-
anum, og hafði hann drjúg
áhrif á framtak og búskap
bænda á þessum fyrstu árum
ráðunautanna. Hann var starfs-
maður Búnaðarfélagsins sam-
tals um 10 ára skeið.
Sveinn Sveinsson var fyrsti
skólastjóri bændaskólans á
Hvanneyri, sem var stofnaður
1889, og minna sum ákvæði1 í
fyrstu reglugerð hans á fyrstu
mótun og starfsreglur búnað-
arskólans á Stend. Hann ritaði
á sínum tíma mjög fróðlega
grein í Ný félagsrit um skól-
ann á Stend (30. árg. Nýrra
félagsrita, 1873, og svo í And-
vara 1881).
Þegar Sveinn skólastjóri
skrifaði grein þessa, hafði skól-
inn á Stend starfað í sex ár.
Segir hann, að um miðja 19.
öld hafi norskur landbúnaður
verjð tæknilega á lágu stigi.
Sömu tæki notuð og starfshætt-
ir viðhafðir sem fyrr á öldum.
Stærð búa undir höfðatölunni
komin en ekki afurðagjöf
hverrar skepnu. Þó var það
óþekkt fyrirbrigði, að norskir
bændur felldu úr hor, segir
greinarhöfundur. Nemendur
þeir, sem fengu að vinna fyrir
sér við skólabúið, hinir reglu-
legu nemendur, voru venjulega
aðeins 12 að tölu. Auk þess
voru þar nemendur, en mun
færri þó, sem stunduðu námið,
en greiddu fyrir sig bæði fæði,
þjónustu og húsnæði. Þar möt-
uðust allir við sama borð: nem-
endur, kennari, trésmíðameist-
ari, jámsmíðameistari og f jósa-
maður. Daglegur vinnutími var
11 stundir að sumrinu og 5 að
vetrinum. En þá var námið
stundað aðra tíma dagsins.
Bannað var í skólanum að
neyta áfengis, spila og ala á
ófriði eða þrætum. Léti nemandi
sér ekki segjast eftir áminning-
ar, var honum tafarlaust vik-
ið úr skóla. Svo fór um einn
af Islendingunum í tíð Wilsons