Blik - 01.05.1961, Qupperneq 25
BL I K
23
skólastjóra. Þessar voru bók-
legar kennslugreinar: Stafsetn-
ing í norsku bókmáli, reikning-
ur, jarðyrkjufræði, náttúru-
fræði (efnafræði, eðlisfræði,
steinafræði, grasafræði og nátt-
úrusaga), færsla búreikninga,
landmælingar og kortagerð,
hallamælingar, skógræktar- og
fjárræktarfræði, húsdýrasjúk-
dómar, meðferð mjólkur, osta
°g smjörs o.fl.
Eftir tveggja ára nám
þreyttu nemendur burtfarar-
Próf, og stóð það venjulega 3
daga. Það var í september.
Eyrsta prófdaginn var prófað
í verklegum greinum svo sem
plægjngum, hestajárnun, mjölt-
un, lokræsagerð o.fl.
Piltar lærðu votheysgerð.
Voru votheysgryfjur fyrst í
stað hlaðnar innan með grjóti
°g veggir síðan sléttaðir með
kalki, svo að þeir yrðu loftþétt-
ir. Rík áherzla var lögð á það
við nemendur að hirða vel öll
verkfæri.
Torfi Bjarnason, bóndi og
skólastjóri í Ólafsdal, taldi
Svein Sveinsson skólastjóra á
Hvanneyri lærðasta Islending
sinnar tíðar í landbúnaði.
Sveinn Sveinsson lézt 4. maí
1892.
3. Sigurður Einarsson (1875
—1877), f. að Hrafnkelsstöðum
í Skógum í S.-Múlasýslu 1854.
Hann lauk ekki prófi í búnaðar-
skólanum. Sigurður var amts-
ráðunautur á Austurlandi um
skeið. Gerðist síðan bóndi að
Hafursá í Skógum. Hann var
um árabil prófdómari við bún-
aðarskólann á Eiðum D. 1905.
4. Franklín Guðmundsson,
(1875—1877), f. 1854. Hann
lauk ekki prófi.
5. Halldór Guttormsson (1875
— 1877), f. 1854. Hann lauk
ekki prófi.
6. Páll Jónasson (1875—
1877). Hann lauk prófi.
7. Jónas Eiríksson frá Ket-
ilsstöðum (1875—1877), f. 1851
á Skriðuklaustri. Var sýslu-
ráðunautur í Suður-Múlasýslu
um skeið, eftir að hann lauk
prófi1 á Stend, og leiðbeindi
bændum í jarðrækt með góðum
árangri. Jónas Eríksson gekk
í Landbúnaðarháskólann í
Kaupmannahöfn 1882—1883 og
var síðar skólastjóri búnaðar-
skólans á Eiðum á árunum 1888
til 1906 eða í 18 ár. Annars
var hann bóndi á ýmsum jörð-
um á Héraði, lengst á Breiða-
vaði. D. 1924.
8. Guttormur Vigfússon (1875
— 1878) frá Arnheiðarstöðum
á Héraði, f. 8. ág. 1850. Hann
var fyrsti skólastjóri búnaðar-
skólans á Eiðum, þegar hann
var stofnaður 1883. Áður hafði
Guttormur Vigfússon kennt bú-
fræði í Möðruvallaskóla einn
vetur (1880—1881), en þar
áður, eftlr að hann lauk námi á
Stend, verið leiðbeinandi bænda