Blik - 01.05.1961, Page 27
blik
25
ann eftir tveggja ára nám.
Einnig mun of lítil kunnátta í
norsku máli hafa valdið þar
nokkru um.
Eftlr að Bogi Helgason kom
heim frá Noregi, gerðist 'hann
ráðsmaður hjá Guðmundi lækni
Guðmundssyni í Laugardælum
í Ámessýslu, sem síðar var
læknir í Stykkishólmi. Þar vann
Bogi Helgason að jarðabótum
og vöktu þau störf hans at-
hygli vegna vandvirkni hans og
samvizkusemi, sem ávallt ein-
kenndu hann í öllum störfum.
Árið 1889 kvæntist Bogi Guð-
björgu Jóhannesdóttur frá
Hólakoti í Reykjavík, f. 1855.
Þau hófu búskap í Vogi á föð-
urleifð Boga, en 1892 fluttust
þau hjón að Brúarfossi í sömu
sveit (Hraunhreppi) og bjuggu
þar til dauðadags. Guðbjörg hús-
freyja dó 1936 og Bogi bóndi
1942. Síðustu árin, sem hann
lifði, eftir að kona hans dó, bjó
hann með börnum sínum á Brú-
arfossi. Hjónin eignuðust 4
börn, 3 sonu og eina dóttur.
Tvelr synir þeirra hjóna og
dóttir búa sambúi að Brúar-
fossi á föðurleifð sinni.
Bogi Helgason var bjargálna
bóndi öll sín búskaparár. Jörðin
Brúarfoss er í þjóðbraut og
gestkvæmt er þar á stundum,
sérstaklega áður en bifreiðarn-
ar komu til sögunnar og ferð-
ast var á hestum. Hjónin á Brú-
arfossi voru sérstaklega gest-
rfsin og hjálpsöm öllum, sem til
þeirra leituðu. Þau vom þannig
alltaf veitandi, þó ekki væru
þau beint efnuð.
Bogi Helgason gerði jarða-
bætur á jörð sinni Brúarfossi
og vöktu túnasléttur hans at-
hygli bænda þar um byggðir
og voru til fyrirmyndar. Svo
vel voru þær gerðar.
Bogi Helgason húsaði jörð
sína. Fyrst byggði hann á henni
íbúðarhús úr timbri 1907 og
síðar steinhús (1927), sem enn
er búið í.
Bogi bóndi gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum í sveit sinni.
Meðal annars var hann þar í
stjórn búnaðarfélagsins um
árabil og vann öll slík störf af
fyllstu skyldurækni og sam-
vizkusemi.
11. Ólafur Ólafsson frá Lund-
um' í Stafholtstungum (1877—
1879), f. 1857. Eftir að hafa
lokið prófi á Stend, starfaði
;hann fyrir bændaaamtökin í
Skaftafellssýslu að sandgræðslu
og framræslu. Nam síðan við
landbúnaðarháskólann í Kaup-
mannahöfn 1883—1884). Eftir
háskólanámið tók hann aftur
við fræðslu- og leiðbeiningar-
störfum á vegum amts og
sýslna á Suðurlandi. En árið
1887 gerðist hann bóndi: í Lind-
arbæ í Holtum og bjó þar til
æviloka. Ólafur Ólafsson var
'hreppstjóri í 26 ár. Hann stofn-
aði búnaðarfélag í sveit sinni