Blik - 01.05.1961, Side 28
26
B L I K
og var formaður þess lengi. D.
1943.
12. Bjöm Bjamarson frá
Vatnshorni (1878—1880), f.
1856 að Skógarkoti í Þingvalla-
sveit. Eftír nám og próf á
Stend fór Björn til Danmerkur
og kynnti sér þar mjólkuriðnað
og fleira varðandi landbúnað.
Vorið 1881 réðist Bjöm
starfsmaður Búnaðarfélags Suð-
uramtsins. Vann hann þá að
jarðabótum fyrir bændur og
leiðbeindi þeim, sérstaklega í
Borgarfirði. Starf þetta hafði
hann á hendi í 3 sumur.
Björn Bjarnarson hafði mik-
inn áhuga á fræðslumálum
bænda. Hann beitti sér fyrir
því, að stofnaður yrði búnaðar-
skóli á Hvanneyri í Borgarfirði.
I því skyni keypti hann sjálfur
þessa stórjörð árið 1882, svo að
hún lenti ekki í hendur manna,
sem síðan gæfu ekki kost á
henni til skólaseturs, þegar
skólahugsjónin hefði sigrað
hugi ráðandi manna. Kaupverð-
ið var kr. 15200,00. Sex bændur
í Borgarfjarðarsýslu hjálpuðu
Birni Bjarnarsyni til þess að
festa kaup á Hvanneyri, því að
Bjöm var sjálfur fátækur mað-
ur. Þeir létu jarðir sínar að veði
fyrir láni, sem notað var til að
greiöa jörðina. Þegar Björn
síðar komst í fjárþröng vegna
Hvanneyrarkaupanna, hljóp
Þórður bóndi Þorsteinsson á
Leirá undir bagga með homun
og keypti jörðina í orði kveðnu.
Jafnframt var róið að því öllum
árum, að sýslumar í Suður- og
Vesturamtinu keyptu Hvann-
eyri í sameiningu til skólaset-
urs. Þá var það, sem leitað var
fjárframlags til sýslunefndar
Vestmannaeyja í þessu skyni.
Mál þetta var tekið fyrir á
sýslunefndarfundi 12. ágúst
1888. Sýslunefndin áleit kaup-
verð jarðarinnar, kr. 16000,00
ekki of 'hátt, hinsvegar oflágt
áætlaðan annan kostnað við
stofnun skólans kr. 6000,00.
Síðan lét sýslunefnd þetta bók-
að: ,,Sýslunefndin vill ekki bera
á móti því, að slíkur skóli geti
orðið Suðurlandinu til gagns,
en þar sem, eftHr því sem hér í
sýslu tilhagar, aldrei getur orð-
ið spursmál um verulegar jarð-
arbætur hér og einnig heldur
eigi um veralega framför í
landbúnaði, getur stofnun slíks
skóla varla orðið þessari sýslu
til verulegs gagns. Samt vill
sýslunefndin ekki, þrátt fyrir
hinn heldur bágborna fjárhag
hreppssjóðsins hér, skorast und-
an að leggja litla tiltölulega ár-
lega upphæð með skólanum, ef
öll sýslufélög Suðuramtsins
tækju þátt í fyrirtækinu."
M. Aagaard , Stefán Thord-
ersen, Sigurður Sveinsson, G.
Engilbertsson, Gisli Stefánsson.
Rétt er að geta þess, að hinn
danski sýslumaður Aagaard
J