Blik - 01.05.1961, Page 29
B L I K
27
mun hafa skrifað og þá orðað
fundargjörðina.
Hvergi hefi ég fundið heim-
ildir fyrir því; að sýslusjóð-
ur Vestmannaeyja greiddi
nokkru sinni eyri til Hvann-
eyrarskólans. Og enginn nem-
andi hans var úr Vestmannaeyj-
um a.m.k. fyrstu 50 árin, sem
hann starfaði.
Þannig átti þessi nemandi
frá Stend, Björn Bjarnarson,
drýgstan þátt í því, að búnað-
arskóli reis á Hvanneyri árið
1889.
Árið 1898 hóf Björn Bjarn-
arson að búa í Grafarholti í
Mosfellssveit og bjó þar mynd-
arbúi í 21 ár. Þá brá hann búi
en dvaldist þar síðan hjá syni
sínum til dauðadags. Hann var
mjög riðinn við búnaðarmál og
búnaðarframfarir í Mosfells-
sveit. Sat lengi á búnaðarþingi.
Alþingismaður Borgfirðinga um
eitt skeið. Hreppstjóri var hann
frá 1903 til dauðadags. Ritaði
um búskap fjölda greiina í blöð
og tímarit. D. 15. marz 1951.
13. Halldór Páll Jóakimsson,
(1879—1881) frá Árbót í Aðal-
dal í Suður-Þingeyjarsýslu, f.
1849. Páll skráðist inn í búnað-
arskólann að Stend í október
1879 og fékk leyfi skólastjóra
til að hætta þar námi í júlí
1881 af heimilisástæðum. Munu
foreldrar hans hafa mælzt til
þess, að hann kæmi heim þeim
til hjálpar við búskapinn í Ár-
bót.
Páll Jóakimsson lærði áveitu-
gerð og framræslu hjá Wilson
skólastjóra að Stend, sem lét
ræsa fram mýrarfláka í jarðar-
eign skólans. Páll sýndi einnig
mikinn áhuga á þessum þætti
jarðræktar, þegar hann kom
heim í Þingeyjarsýslu, og vann
ötullega og af mikilli! fórnfýsi
að leiðbeiningum um þurrkun
lands og að vatnsveitum í
heimasýslu sinni. Hann hafði
með sér frá Noregi hallamæli,
sem hann hafði lært að nota í
skólanum. Með þetta áhald fór
hann milli bænda í sýslunni og
bauð þeilm störf við hallamæl-
ingar í sambandi við hugsan-
legar áveitur á gróðurlendi og
vatnsveitur í bæi og gripahús.
Áburðarskortur bænda háði
þá víða grassprettu og heyöfl-
un, enda var sauðatað notað til
eldiviðar, þar sem hann skorti
algjörlega að öðru leyti. Páll
sagði bændum: „Fyrst þarf að
þurrka landið, ef það er of
blautt, og síðan veiita á það
vatni. Vatnið fáum við ókeypis.
Það þarf aðeins hagsýni og at-
orku til að hagnýta það.“ Þessa
kenningu hafði hann frá Wilson
skólastjóra á Stend. Fyrir hana
og votheysgerð var Wilson
skólastjóri einna nafnkunnastur
í búskap og skólastarfi á bún-
aðarskólanum. Margjr bændur í
Þingeyjarsýslu notfærðu sér