Blik - 01.05.1961, Page 30
28
B L I K
leiðbeiningar Páls Jóakimssonar
frá Árbót. Oft vann hann sjálf-
ur að framkvæmdum hjá bænd-
um af dugnaði miklum og á-
huga fyrir lítið kaup. Braut-
ryðjandastarf hans rnn áveitur
og framræslur í sýslunni var
áberandi og til mikilla hags-
bóta bændum.
Páll Jóakimsson hætti búskap í
Árbót árið 1891 og var eftir
það á faraldsfæti til æviloka,
ferðaðist um hreppa og héruð
við leiðbeiningar- og fræðslu-
störf til hagsbóta bændum í
Þingeyjarsýslu.
Um langan aldur höfðu þau
vinnubrögð tíðkazt um teðslu
túna, að bera áburðinn í rastir
eða refnar, mylja hann þar eða
mala í taðkvörnum og dreifa
honum síðan á túnið með klár-
um og rekum. Páll kenndi bænd-
um að dreifa áburðinum jafnt og
vel um túnið, áður en hann var
mulinn. Síðan kenndi hann þeim
að gera sér slóða úr hrísi og
láta 'hest draga hann um áborið
túnið og mylja þannig áburðinn
ofan í rótina. Bændur í Þingeyj-
arsýslu voru fljótir að tileinka
sér þessi vinnubrögð og sjá
kost þeirra, enda hrís víðast
nærtækt í sýslunni.
Orð er á því haft, hve Páll Jóa-
kimsson var maður vandaður
til orðs og æðis og dagfarsprúð-
ur maður. Uppeldi og ætterni
höfðu mótað hann, svo og
skólagangan á Stend og ferða-
lögin í sýslunni meðal bænda í
fremstu röð íslenzkrar menn-
ingar.
Jáll Jóakimsson dó að
Klömbrum í Aðaldal 6. des.
1927, 78 ára að aldri. Hann
kvæntist aldrei en eignaðist
eina dóttur, sem hét Kristín,
talin greind stúlka og vönduð.
Hún er dáin fyrir nokkrum ár-
um niðjalaus.
14. Páll Eyjólfsson frá Stuðl-
um (1879—1881), f. 1858. Hann
lauk ekki prófi.
15. Eggert Finnsson frá Með-
alfelli í Kjós (1880—1882), f.
1852. Var bóndi að Meðalfelli,
föðurleifð sinni, um tugi ára,
forustumaður í hrepps- og fé-
lagsmálum í sveit sinni. Árið
1902 skrifaði Eggert Finnsson
grein um votheysgerð og notk-
un þess í Búnaðarritið og hvatti
bændur til þess að gera vot-
heysgerð að þætti í búskapnum.
Fyrst og fremst kynntist Egg-
ert votheysgerð á Stend og
hafð! síðan nær 20 ára reynslu
af henni, þegar hann skrifaði
þessa merku grein. D. 26. jan.
1946.
16. Gísli Gíslason frá Bitru
(1881—1883) f. 1855.
17. Halldór Jónsson (1875—
1878, f. 1856? Þreytti fullnað-
arpróf og var neðstur.
18. Jónasson. Þessum Islend-
ingi vék skólastjóri úr skólanum
1881. Ástæður ókunnar. For-
nafn ekki skráð í skólaskrá.