Blik - 01.05.1961, Page 31
B L I K
29
Þá langar mig að fara nokkr-
um orðum um fyrsta skóla-
stjórann á Stend, manninn, sem
mótað mun hafa brautryðjend-
ur okkar í búnaðarmálum meir
en nokkur annar einn maður,
enda bjó 'hann yfir þeim per-
sónuleika, sem orkar á unga
menn til framtaks og dáða,
eftir því sem Norðmenn greina
okkur frá honum og nemendur
hans hafa lýst honmn.
Georg Wilson ólst upp í Suð-
ur-Noregi til 22 ára aldurs. í
uppvexti naut hann aðeins
venjulegrar fræðslu en gekk
aldrei í neinn búnaðarskóla.
Hann var því sjálflærður í bú-
fræði, sem hann nam við lestur
og á tíðum ferðalögum til ann-
arra landa, þar sem hann
kynnti sér reynslu annarra
þjóða í búskap og búvísindum.
I því skyni ferðaðist hann til
Danmerkur, Svíþjóðar, Eng-
lands, Hollands og Ameríku.
Þrítugur að aldrji gerðist Wil-
son skólastjóri bónaðarskólans
að Mói í Sunnfjord. Hafði hann
þá verið ráðunautur bænda um
skeið. Þrem árum síðar tók
hann að sér hinn nýstofnaða
búnaðarskóla á Hörðalandi,
skólann að Stend.
Þegar þangað kom, tók Wil-
son að sér erfitt forustu- og
brautryðjandahlutverk. Á þess-
um árum voru norsk búvísindi
skammt á veg komin eða á lágu
stigi. Reynt var að styðjast við
erlenda reynslu eíns og hér á
landi, eftir að búnaðarskólarn-
ir íslenzku voru stofnaðir. Wil-
son skólastjóri tók til að rann-
saka og gera tilraunir, sem
leiða mættu til staðreynda og
verða að sínu leyti undirstaða
að norskum búvísindum.
Þegar á fyrsta ári stofnaði
hann við skólann eins konar
nautgriparæktarfélag og hóf
að bæta kúakynið, rækta það.
Það starf hans og kúakyn varð
síðan frægt. Hann lét færa ná-
kvæmar mjólkurskýrslur og lét
rannsaka fitu í mjólk.
Aukin skógrækt var annað
aðaláhugamál hans. I þeim efn-
um var hann langt á undan
samtíð sinni. Hann stofnaði
gróðrarstöð við skólann, og
árið 1877 lét hann gróðursetja
70.000 trjáplöntur á lendum
skólans. Þær hafði hann alið
upp sjálfur. Þá átti hann hálfa
milljón skógarplantna í upp-
vexti. Merkin sýna nú verkin
þessa manns. Þar sem áður
voru berar hæðir og hrjóstur-
lendi, vex nú nytjaskógur í
stórum stíl. Sum trén, sem hann
lét gróðursetja, eru nú nær 40
metra há og gild að sama skapi.
Wilson skólastjóri keypti
fyrstu sláttuvélina, sem keypt
var til Vestur-Noregs. Það var
árið 1875. Hún var keypt frá
Glasgow í Skotlandi, af Horns-
by-gerð, sníðin fyrir tvo hesta
og smíðuð að fyrirlagi Wilsons