Blik - 01.05.1961, Page 32
30
BLIK
sjálfs. Hún kostaði 90 sterlings-
pund.
Þegar á fyrstu árum skólans
hóf Wilson að láta ræsa fram
land hans í stórum stíl, þurrka
upp fen og mýrar.
Wilson beitti sér mjög mikið
fyrir votheysgerð í landinu,
sérstaklega í vesturhluta Nor-
egs, þar sem veðrátta er vot-
viðrasöm. Fóður þetta kallaði
hann súrhey. Mörg fyrstu árin
notaðfet hann við hlaðnar súr-
heysgryfjur, en árið 1883 lét
hann steypa votheysgryf ju.
Það hyggja búfróðir menn
norskir vera fyrstu steyptu vot-
heysgryf juna í landinu. Hún er
notuð enn og tekur um 200
smálestir af votheyi. Svo mikil
og rík voru áhrif slcólastjórans
á framtak bænda í Hörðalandi
um votheysgerð, að síðan hafa
þeir verið leiðandi bændur í
þessum efnum og votheysgerð
algengari á Hörðalandi en í
flestum eða öllum öðrum sveit-
um Noregs.
Árið 1870 og 1871 gerði Wil-
son ræktunartilraunir með 62
tegundir af kartöflum.
Þá gerði Wilson tilraun með
að rækta gamla norska fjár-
kynið, sem við fslendingar höf-
um og ræktum. Norðmenn höfðu
yfirleítt lagt það af og flutt
erlendan fjárstofn inn í landið
vegna ullargæðanna, þegar ull-
arverksmiðjuiðnaður lét orðið
til sín taka í landinu. Wilson
lét vega ull af hverri kind og
rannsaka.
Skólastjóri lét skólann reka
fullkomið trésmíðaverkstæði og
fullkomna járnsmiðju og réði
þar til verkstjórnar lærða smiði.
Þar lærðu nemendur að smíða
og endurbæta alls konar bús-
áhöld og verkfæri. Sjálfir máttu
þeir smíða verkfæri og á'höld í
tómstundum sínum og selja sér
til tekna. Wilson lét gera til-
raunir með endurbætur á áhöld-
um og verkfærum norskra
bænda, sem voru léleg og úrelt
á þessum tímum, ef það mætti
leiða af sér aukna verkmenn-
ingu og meiri afköst. í þessum
efnum sýndi hann mikið hugvit
og hugkvæmni, verkhyggni og
verkmenningu, sem hann vildi
að nemendur skólans flyttu með
sér út í sveitirnar.
Wilson lét smíða sérstaka gerð
af plóg, sem sniðinn var fyrir
afl tveggja norskra hesta. Sá
plógur þótti afbragðs verkfæri
og gerðjl garðinn frægan, eins
og svo margt annað, sem gert
var á Stend, og kenndur við
staðinn, (Stendplógurinn).
Þessa grein mína óska ég að
enda með stuttri persónulýs-
ingu á skapgerð þess manns,
sem mótaði fyrstu búnaðar-
ráðunauta íslenzku þjóðarinnar
og fyrstu búnaðarskólastjóra
hennar. Lýsingin er að mestu