Blik - 01.05.1961, Page 34
32
B L I K
umhyggjusamur og samvizku-
samur um allt það, sem honum
var trúað fyrir. Seint og
snemma var hann á ferli til að-
gæzlu um allt, sem rekstur skól-
ans o g búið varðaði. Hann
þekkti ekki hugtakið átta
stunda vinnudagur. Þessi mað-
ur er sagður hafa orkað þannig
á nemendur sína, að ekki
gleymdist. Nestið, sem hann
gaf þeim, dugði þeim bezt í
lífsbaráttunni. Væri einhverju
ábótavant um skilning þeirra á
vilja hans þeim til handa og
skapgerð, vaknaði þeim jafnan
síðar skilningur á því, með auk-
inni lífsreynslu og viti. Hann
hataði leti og lausung, óreglu
og aðra ómennsku og lagði ríkt
á það við nemendur sína að var-
ast þá lesti. Hann efldi með
þeim starfshug, skyldurækni og
víðsýni.
Norðmenn fullyrða, að áhrifa
þessa skólamanns hafi gætt
mjög víða þar sem nemenda
hans naut við. Mjög margir
þeirra urðu forgöngumenn og
brautryðjendur í félagsmálum
og mörgum öðrum menningar-
málum í norskum sveitum, for-
ustumenn bænda og leiðbein-
endur. Staðreyndin hefur einn-
ig orðið sú hér á landi.
Wilson skólastjóri þurfti mik-
ið fé til allra sinna fram-
kvæmda á Stend. Þær þarfir
samrýmdust illa þeim sparnað-
aranda, sem fór um Noreg á 9.
tugi síðustu aldar. Þessvegna
skyldi taka fram fyrir hendur
'hans með takmörkuðum fjár-
framlögum. Þá sagði hann af
sér stöðunni. Það var árið 1886.
Hann dó nokkru síðar, 53 ára
að aldri.
Síðari skólastjórar á Stend og
nemendur þeirra íslenzldr.
Ole K. Sandberg, skólastjóri
1886—1896.
Á þessum árum nam aðeins
einn Islendingur búfræði á
Stend, svo að mér sé kunnugt.
Sá hét J. S. Þórðarson frá Ak-
ureyri, f. 1872. Hann tók ekki
próf. Fékk leyfi til að hverfa
úr skólanum 1891 eftir aðeins
eins árs nám.
Bert Klokk, skólastjóri 1896
—1901.
Á þessirm árum stundaði Sig-
urður Sigurðsson frá Drafla-
stöðum búfræðinám á Stend
(1896—1898).
Sigurður Sigurðsson var
fæddur í Fnjóskadal 1871. Að
loknu námi á Stend kynnti hann
sér skógrækt í Þrændalögum.
Þegar hann kom heim frá dvöl
sinni í Noregi, hófst hann þeg-
ar handa um búnaðarfram-
kvæmdir. Sigurður stofnaði
trjáræktarstöð á Akureyri árið
eftir að hann lauk námi á
stend eða 1899. Síðan hvarf
hann til náms í búnaðarháskóla
Dana og lauk þaðan prófi 1902.