Blik - 01.05.1961, Síða 40
INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR:
Minervuslysið
Þegar þeir atburðir gerðust,
er hér verður frá sagt, bjó Jón
Sverrisson og k. h. Solveig
Jónína Magnúsdóttir í Háa-
garði hér í Eyjum. Jón átti þá
v/b Minervu með þrem sonum
sínum. Einari, Theodóri og Sig-
urði.
Þeir bræður Theodór og Sig-
urður voru við verzlunarstörf,
en Einar var skipstjóri á
,,Minervu“. Hann var aflasæll
formaður og dugmikill sjómað-
ur.
Theodór Jónsson og Þorbjörg
kona hans, dóttir Theodórs
Friðrikssonar, rithöfundar,
bjuggu þá í Bólstaðarhlíð, íbúð-
arhúsi okbar hjónanna að
Heimagötu 39. Þau bjuggu á
efri hæð hússins. I austurenda
rishæðarinnar var herbergi,
sem leigt var sjómönnum. Þar
bjuggu sjómenn af v/b Minervu
og v/b Emmu, sem maðurinn
minn, Bjöm Bjamason frá
Hlaðbæ, átti hlut í ásamt fleir-
um.
I þá daga var það venja, að
sjómenn dveldu á heimilum út-
gerðarmanna. Þrír vom sjó-
menn af v/b Minervu til heim-
ilis hjá þeim hjónum Þorbjörgu
og Theodóri. Það voru þeir
Sverrir bróðir hans, RÍagnar
bróðursonur Jóns Sverrissonar
og Ásólfur Bjarnason. Hann
var beitumaður, þegar þetta
gerðist.
Sverrir Jónsson hafði ekki
verið hneigður fyrir sjómennsk-
una, en nú brá svo við þessa
vertíð, að honum líkaði hverj-
um deginum betur á sjónum.
Hann leigði sér herbergi í
Brautarholti en var að öðm
leyti til heimilis hjá þeim hjón-
um Theodóri og Þorbjörgu í
Bólstaðarhlíð.
Sverrir Jónsson átti heima
austur í Skaftafellssýslu, þegar
Katla gaus síðast (1918). Einu
sinni sagði hann okkur frá því,
hve hætt hann var kominn, þeg-
ar flóðið rann fram sandana.
Hann var þá í smalamennsku
eða eitthvað að huga að fé og
hafði nýlega farið yfir brú, er
var á fljóti eða á þar á söndun-
um. Þá sá hann flóðið geysast
fram. Hann sneri strax við og
fór aftur yfir brúna, þó að