Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 41
B L I K
39
fljótið væri byrjað að renna yfir
hana. En brúin fór af um leið
og hann var kominn yfir hana,
og slapp hann nauðulega frá
flóðinu.
„Þá var ekki langt milli lífs
og dauða,“ sagði Sverrir, „en
ég á eftir að drukkna í sjó, þó
að ég slyppi við flóðið“. Eg
spurði, hvort hann hefði dreymt
eitthvað, eða nokkuð borið fyr-
ir hann. Hann gaf ekkert út á
það, en varð mjög daufur í
bragði og kvaðst ekki verða
gamall maður. Hann sagði þetta
á þann 'hátt, að okkur setti
hljóð við. Þá datt mér ekki í
hug, að svo skjótt ætti þetta
hugboð hans að rætast.
Rétt eftir áramótin 1927 var
ég sem oftar við mín venjulegu
störf í eldhúsinu. Piltarnir voru
ekki komnir heim úr vinnu.
Þetta var rétt fyrir hádegi.
Veður var gott og börnin úti.
I þetta sinn hafði ég eldhús-
hurðina í hálfa gátt, því að stig-
inn upp á loftið var brattur og
gat verið hættulegur yngstu
börnunum. Þá heyri ég allt í
einu þungt fótatak í stiganum
og líkast því sem eitthvað
blautt væri dregið eftir honum.
Mér datt strax í 'hug, að nú
væru bömin að fara upp á loft-
ið, og fer því fram í ganginn.
Þá sé ég blaut sjóklæði efst í
stiganum og heyri, að fótatak-
ið stanzar uppi á ganginum,
en sjóklæðin hverfa upp á loft-
Einar Jónsson, skipstjóri frá Háagarði.
skörina, eins og þeim væri
kippt upp. Eg fór strax upp á
loftið, en þar var enginn nema
stúlka, sem fullvissaði mig um
það, að enginn hefði gengið upp
stigann. En ég vildi ekki trúa
því. Eg leitaði um allt húsið en
engan var að sjá, hvorki á efri
hæðinni né uppi á loftinu. Eg
hafði áður séð það, sem aðrir
sáu ekki, og hugsaði ekki meira
um það að sinni. En rétt er að
geta þess, að í síðasta sinn, er
cg sá Sverri sáluga, stóð hann
á sama stað í stiganum, og ég
hafði séð blautu sjóklæðin. Síð-
an gekk hann upp á loftið og
eftir ganginum, nákvæmlega
þar sem ég heyrði síðast fóta-
takið dularfulla.
Eins og áður er sagt, voru
sjómenn af „Mínervu” og