Blik - 01.05.1961, Qupperneq 42
40
B L I K
,,Emmu“ uppi á loftinu. Vestur-
loftið var notað til geymslu, og
þar hafði ég prjónavél. Það
mun hafa verið rétt fyrir ver-
tíðina, mig minnir í des. (1926).
Klukkan var langt gengin sjö.
Úti var myrkur, þykkt loft og
rigning öðru hvoru. Ekki var
ljós í göngunum, því að þá var
allt sparað, rafmagnið eins og
annað. Eg var uppi á lofti að
prjóna á vél, en mig vantaði
band, til að geta lokið við
sokka, sem ég var að prjóna.
Eg slökkti ljósið og ætlaði nið-
ur efri stigann. Eg var ekkert
myrkfælin, þó lað alls staðar
væri dimmt, í báðum stigum og
göngunum. Þegar ég er efst í
stiganum, er eins og þung byrði
sé lögð á bakið á mér, einkum
yfir herðarnar. Eg hélt áfram
niður stigann, en með hverju
þrepi ,sem ég steig, jókst byrð-
in og það svo, að ég varð að
styðja mig við handriðið. Eg
tók fljótlega eftir einkennilegri
hvítri birtu, sem varð bjartari
eftir því sem byrði mín þyngd-
ist. Eg gat samt hugsað eðli-
lega og alltaf gert mér grein
fyrir því, sem ég sá, og athugað
það. Þegar ég var komin niður
efri stigann, var byrði mín svo
þung, að ég treysti mér ekki
lengra. Þá fór ég að athuga
hina einkennilegu tæru og hvítu
birtu og aðgæta, hvaðan hún
kæmi. Eg leit út um gluggann
í ganginum, sem ég stóð nú við,
en ekkert var þar að sjá nema
svarta myrkur. Eg skildi ekki,
frá hverju birtan stafaði, hún
var svo létt og tær, en minnti
mig hvorki á sólskin né tungls-
birtu, sem ég hefi séð.
Eg sneri nú frá glugganum.
En þá bar undarlega sjón fyrir
mig. Beint fyrir framan mig sá
ég hnetti. Eg gizka á, að þeir
hafi verið um 15 cm. í þvermál.
Þeir voru talsvert minni en lítill
fótbolti. Þeir skinu í öllum
regnbogans litum og köstuðu
frá sér fögru bliki. Þessir hnett-
ir sveifluðust hver um annan
nokkuð hratt. Eg reyndi að
telja þá, en hvernig sem á því
stóð, kom ég ekki tölu á þá.
Eg gat talið 4, en svo fipaðist
mér, enda sveifluðust þeir þétt
hver um annan. Eg fór því að
athuga lit þeirra. Þeir köstuðu
frá sér mismunandi bliki, og
voru sumir með mildara blik
og daufara en aðrir. I öllum
voru margir skínandi fagrir lit-
ir, og var einn eða fleiri litir
mest áberandi í öllum. Einn
þeirra kastaði frá sér ljósbláum
forkunnar fögrum lit og var
hann áberandi fallegur. Þegar
ég hafði athugað þessa hnetti
dálitla stund, misstu þeir lit
sinn og dofnuðu, síðan leystust
þeir upp og hurfu. Eg bar enn
hina þungu byrði og gat mig
lítið hreyft, svo þung var hún,
að ég hélt,að ég ætlaði ekki að
valda henni. Enn var hin létta