Blik - 01.05.1961, Side 43
E L I K
41
hvíta birta í ganginum. Eg sá
allt greinilega, sem næst mér
var, t. d. litinn á ganginum. Eg
athugaði litinn á blárri prjóna-
peysu, sem ég var klædd í, og
sá meir að segja lykkjuna á
erminni greinilega, því að ég
athugaði, hve bjart var í kring
um mig. Enn datt mér í hug,
að birtan stafaði frá gluggan-
um og sneri mér að honum, en
úti var svarta myrkur. Þá sá
ég létta, gráa þoku, sem lagðist
yfir þilið og gluggann, en hún
varð daufari og ógreinilegri,
unz hún varð alveg gagnsæ
og hvarf. I talsverðri fjarlægð
frá mér sá ég allt í einu sjó, og
að eyrum mér barst sjávarnið-
ur og þungur veðragnýr. Eg sá
stórar öldur rísa og falla, en
yfir þessu hvíldi dökkur sorti
eins og ekki væri fullbjart. Eg
sá berg, það var nokkuð hátt,
en ekki þekkti ég, hvar það var,
enda beindist athygli mín að
öðru. Ekki langt frá því sá ég
í öldurótinu nokkuð ógreinilega,
dökka þúst, sem líktist skipi.
Það barst upp og niður í öldun-
um, en vegna sortans, sem yfir
öllu hvíldi, var það dálítið ó-
greinilegt. Án þess að ég heyrði
nokkuð orð, var eins og þrýst
inn í meðvitund mína, að þetta
væri skip í sjávarháska. —
Þessi dapurlega sýn orkaði
þannig á mig, að ég lokaði aug-
unum og leit af henni. Þegar
ég leit aftur í kring um mig,
Sverrir Jónsson frá Háagarði.
var allt horfið, birtan og sjór-
inn, og veðragnýrinn þagnaður.
Eg stóð í dimmum ganginum
og sá nú móta fyrir glugganum.
Eg sá þessa sýn það lengi, að
ég gat fyllilega gert mér grein
fyrir því, er fyrir mig bar.
Á eftir var ég mjög mátt-
farin, eins og það hefði verið
tekinn frá mér mikill kraftur.
Eg jafnaði mig eftir nokkurn
tíma, en þó varð ég að biðja
Björn, manninn minn, að styðja
mig yfir í svefnherbergi okkar
hjónanna, því að þetta virtist
hafa tekið frá mér mikla lífs-
orku.
Eftir þetta var ég mjög
kvíðafull og óttaðist slysfarir
á sjó. Hér í húsinu voru sjó-
menn af tveimur bátum. Eins
og allir vita, getur margt borið