Blik - 01.05.1961, Page 46
FRIÐFINNUIt FINNSSON:
Kafari við Vestmannaeyjahöfn
í 25 ár, 1927-1952
(Þorsteinn Þ. Víglundsson, skóla-
stjóri, hefur nokkrum sinnum
minnzt á það við mig, að ég segði
honum ýmislegt varðandi vinnu
mína við kafarastörf í Vestmanna-
«yjahöfn um 25 ára skeið. Satt að
segja finnst mér skólastjórinn eiga
þetta fyllilega skilið, því að hann
hefur verið óþreytandi að bjarga
frá gleymsku fróðleik um Eyjarn-
ar, sem birzt hefur í skólaritinu
Bliki, er á vaxandi vinsældum að
fagna með Eyjamönnum og lands-
mönnum yfirleitt. — Sannarlega á
ég margar ánægjulegar minningar
frá þessum árum. Eg kynntist
þarna tugum ágætismanna, sem
unnu á flekanum með mér, og
verkstjórarnir voru undantekning-
arlaust afbragðsmenn og vel vaxn-
ir sínu starfi. — Við höfum kosið
að hafa þetta í viðtalsformi. F.F.).
Hvar ertu fæddur, Friðfinn-
ur? Segðu mér í fáum dráttum
frá uppruna þínum.
Ég er fæddur á Stóruborg
undir Eyjafjöllum 22. des. 1901.
Þar bjuggu foreldrar mínir,
Finnur Sigurfinnsson og Ólöf
Þórðardóttir. Þau áttu 13 börn.
Af þeim dóu 6 í æsku en 7
komust til manns. Faðir minn
drukknaði 16. maí 1901 með
Birni frá Skarðshlíð, þegar
Eyjafjallaskipið Björgúlfur
fórst við Klettsnef og 27 manns
drukknuðu, en einn maður
komst af, Páll Bárðarson frá
Rauðafelli. Mun það mesta sjó-
slys við Eyjar.
Hvenær fluttist þú til Eyja?
Það var í maí 1905. Þá flutt-
ist móðir mín til Eyja með okk-
ur bræðurna, Finnboga og mig.
Fór hún þá vinnukona að
Brekkhúsi til þeirra hjóna Sig-
urbjargar Sigurðardóttur og
Sigurðar Sveinbjarnarsonar.
Finnboga bróður mínum var
komið fyrir í Eystra-Þórlaug-
argerði 'hjá þeim kunnu hjónum
Rósu Eyjólfsdóttur og Jóni
Péturssyni. Eftir 2 ár fluttist
móðir mín frá Brekkhúsi niður
í bæinn með Finnboga bróður
minn og settist þar að. Ég varð
eftir í Brekkhúsi hjá þeim heið-
urshjónum til 24 ára aldurs.
Hvenær hófst svo köfunar-
starf þitt við hafnargerðina ?