Blik - 01.05.1961, Page 47
E L I K
45
Ég hóf það starf 12. ágúst
1927.
Ekki munt þú hafa verið sá
fyrsti, sem hér innti af höndum
kafarastörf eða hvar kynntist
þú þessu starfi?
Aður en ég gerðist kafari,
hafði verið unnið að því tvö
sumur að jafna botninn, þar
sem sökkva átti steinkerjum
þeirn, er mynda undirstöður
hafnargarðanna.
Það kafarastarf gjörði Matt-
hías Finnbogason smiður að
Litlhólum hér í bæ. En sumarið
áður en ég tók til við kafara-
störfin, hafði verið fenginn
hingað kafari frá Stokkseyri.
Hann hét Ásgeir Jónasson. Hann
andaðist hér síðsumars 1926, og
var því um kennt, að hann hefði
ekki þolað kafarastörfin.
Gerðu nú svo vel að tjá les-
endum Bliks, hvernig það at-
vikaðist, að þú gerðist hér kaf-
ari.
Það vil ég gjarnan gera. —
I júnímánuði 1927 hafði þáver-
andi bæjarstjóri, Kristinn Ól-
afsson, látið setja auglýsingu í
auglýsingakassa bæjarsjóðs,
sem hékk á austurgafli verzlun-
arhússins Þingvellir. Hún var
þannig orðuð:
,,Kafari óskast strax til vinnu
við dýpkun hafnarinnar. Hátt
kaup í boði.“
Þegar ég hafði lesið þessa
auglýsingu, tók ég til að velta
því fyrir mér, hvort ég mundi
Friðfinnur Finnsson.
geta innt af hendi þetta verk.
— Nokkru síðar mætti ég
Kristni bæjarstjóra á götu. Ég
innti hann eftir því, hvort hann
væri búinn að ráða kafara
handa höfninni. Hann kvað það
ekki vera. ,,Þú ættir að koma í
þetta starf. Þú ert einmitt rétti
maðurinn þar,“ sagði bæjar-
stjóri. Þessi traustsyfirlýsing
hans hvatti mig, og áður en við
skyldum, hafði ég heitið honum
því að reyna starfið.
Sumarið 1927 fékk hafnar-
nefnd Vestmannaeyja til afnota
danska sanddæluskipið Uffe,
sem ríkisstjórnin hafði tekið á
leigu. Með þessu dýpkunarskipi
var framkvæmt mikið og gott
starf hér við Vestmannaeyja-
höfn. T. d. dældi það upp hin-
um svokallaða Hnykli við hafn-