Blik - 01.05.1961, Side 48
46
B L I K
armynnið, en það var sandrif
í innsiglingunni, hinn versti
farartálmi og hættuvaldur, því
að á því braut strax og hreyfði
sjó. En steinrif eða stórgrýtis-
urð lá á milli hausanna á hafn-
argörðunum, og við það gat
skipið ekkert átt. Hafði engin
tæki til þess. Alls var talið, að
Uffe hefði dælt upp 24072 rúm-
metrum af sandi upp úr inn-
siglingunni og ’höfninni þetta
sumar. Skipið var hér að verki
mánuð eða tæplega það. Jafn-
framt þessum dýpkunarfram-
kvæmdum lét hafnarnefnd
smiða feikimikinn tréfleka, er
var um 12x12 metrar að flatar-
máli. Hann var gjörður úr gild-
um trjám. Á þau var neglt þil-
far úr plönkum. Flekinn flaut
á 200 trétunnum. Gildri stoð
var komið fyrir á flekanum og
lyftirá. Þar var einnig öflug
handvinda.
Þegar svo þessari flekagerð
var lokið, var hann dreginn út
á milli hafnargarða og festur
þar vel. Síðan var ég færður í
kafarabúning og látinn síga til
botns.
Hvernig geðjaðist þér svo að
hlutunum, þegar niður kom?
Ég hugsaði fyrst og fremst
til frelsara míns og drottins.
Mér var það ljóst, að þetta gat
verið lífshættulegt starf. En
væri hann með mér, þyrfti ég
ekkert að óttast. Hann mundi
vel fyrir öilu sjá. Svo varð einn-
ig reyndin á, því að þetta starf
vann ég meira og minna í 25 ár
og varð aldrei fyrir neinu slysi.
Mannstu, hverjir voru stadd-
ir á flekanum, þegar þú rennd-
ir þér fyrst í hafið?
Já, það man ég. Fyrst og
fremst var það fleka-áhöfnin,
8 manns, og hafnarnefnd. Einn-
ig voru þar hafnarvörðurinn,
Geir á Geirlandi, hafnsögumað-
urinn, Hannes Jónsson, og bæj-
arstjórinn, Kristinn Ólafsson.
Hvernig var grjótinu náð
upp?
Hafnarnefnd hafði fest kaup
á geysimiklum grjóttöngum af
sanddæluskipinu Uffe. Þær voru
smíðaðar úr fjaðrastáli og
þoldu ótrúlega mikla sveigju.
Þær voru mjög næmar og héldu
vel 'hnöttóttum steinum. Eftir
þeim smíðaði síðan Matthías
Finnbogason, smiður hafnar-
innar, margar tangir stærri og
minni. Þær voru engu síðri
þeim dönsku. Matthías reyndist
mikill snillingur bæði við ný-
smíðar og viðgerðir á áhöldum
hafnargerðarinnar á þessum
árum og vissulega einn af henn-
ar allra þörfustu mönnum.
Auðvitað hefur áhuginn við
starfið og vinnugleðin verið
ríkjandi, þegar séð varð, að
þetta starf mundi allt takast
vel og ykkur heppnast að dýpka
innsiglinguna eða Leiðina, sem
verið hafði hættuleg mannslíf-