Blik - 01.05.1961, Síða 49
B L I K
47
um og til trafala útgerð Eyja-
manna ?
Já, áhugi Eyjamanna var
mikill og mikil bjartsýni ríkj-
andi, þegar séð varð að takast
mætti að fjarlægja grjótið og
dýpka Leiðina, því að á þess-
um árum var það algeng sjón
að sjá báta Eyjamanna standa
grunn á þessum stað og bíða
flæðis til þess að komast heilir
í höfn. Þó voru margir þeirra
ekki stærri en 10—12 smálestir.
Já, þetta kannast ég við, og
oft var þá erfitt að afferma
flutningaskip, sem komu með
kol og salt og aðrar nauðsynja-
vörur.
Já, þess voru mörg dæmi, að
þau þurftu að bíða 10—15 daga
eftir því, að tök væru á að fara
með þau inn á höfnina til af-
fermingar. Það var allt háð
veðráttunni og sjávarstraumun-
um sökum þess, hve Leiðin var
grunn. Sökum þessara tafa og
>;óorðs“, sem Vestmannaeyja-
höfn hafði á sér, þurftu Eyja-
menn að greiða hærri farm-
gjöld en flestir aðrir lands-
menn. Einnig þurfti að greiða
skipunum biðtímann. Allt ork-
aði þetta til hækkunar á vöru-
verði í Eyjum.
Hvernig gekk arrnars að ná
grjótinu upp á flekann og hvað
var gert af því?
Þegar ég var kominn upp á
lag með að festa tangimar á
steinunum, gekk verkið jafnt og
vel, og við hlóðum flekann dag-
lega, þegar gott var í sjó,
kyrrð og gott næði. Væri ylgja
og mikill straumur, gekk allt
verr. Þegar við höfðum hlaðið
flekann, var hann leystur úr
festum og dreginn upp að
Berggangi á Heimakletti. Þar
var grjótinu sökkt í hafið. Eftir
að hafin var bygging Bása-
skersbryggjunnar og stálþilið
þar sett, var grjótið úr Leið-
inni notað þar í uppfyllingu.
Hvað var kaupið hjá þér
þetta fyrsta sumar við köfun-
arstörf in ?
Tímakaupið var 5 krónur.
En hve langur var daglegur
vinnutími ?
Fyrst var ég 4—5 tíma niðri
daglega.
Kafaðirðu alltaf einn
Já, fyrst í stað var ég einn.
Menn voru afartregir til að
reyna að kafa. Sumir reyndu að
vísu en gáfust fljótt upp. Sögð-
ust þeir heldur vilja láta skjóta
sig en vinna þvílíkt verk. Þegar
líða tók á fyrsta sumarið
(1927) gerði Sigurður Odd-
geirsson frá Ofanleiti það fyrir
mig að reyna að kafa með mér
og vinna á hafsbotni. Honum
tókst þetta vel, og vann hann
síðan með mér, það sem eftir
var sumarsins. Hann reyndist
mjög dugmikill verkmaður.
— Næsta ár fluttist hann burt
úr Eyjum.
Síðan köfuðu þeir með mér
L