Blik - 01.05.1961, Page 50
48
B L I K
Sigurjón Hansson frá Hjalla og
Jónas Sigurðsson í Skuld, sín
tvö sumrin hvor og reyndust
báðir ágætir verkmenn og harð-
duglegir við þetta starf. — Sig-
urjón fluttist burt úr Eyjum,
en Jónas varð að 'hætta sökum
þess, að hann þoldi ekki þessa
vinnu.
Eitt sumarið var fenginn
kafari úr Reykjavík. Hann
vann með mér í 3 vikur. Þá
hætti hann og fór heim, með
því að hann sagði vinnuna svo
erfiða, að hann vildi ekki
stunda hana fyrir nokkum pen-
ing.
Eftir þessi fyrstu 5 sumur
vann ég aleinn að köfuninni
hér.
Var unnið eftir þetta við köf-
un hér á hverju sumri?
Nei, eitt og eitt sumar féll
úr. Það var ekki af áhugaleysi
hafnarnefndar eða bæjarstjórn-
ar heldur sökum fjárskorts,
sem eðlilegt var, þar sem ríkis-
sjóður greiddi ekki nema V% af
kostnaði við hafnarframkvæmd-
ir á þeim árum. Og fram að
þessum tíma hafði hann ekki
greitt nema Vi kostnaðarins.
Jóhann Þ. Jósefsson kom því
til leiðar á Alþingi, að ríkis-
framlagið var hækkað upp í Va-
Það var að sjálfsögðu til stór-
bóta.
Vannstu ekkert að byggingu
'haf nargarðanna ?
Jú, ég vann við það að slétta
botninn að framanverðu undir
steinkerið í Norðurgarðinum,
en það var steypt hér. Guð-
mundur heitinn Magnússon
smiður á Goðalandi var þá
verkstjóri við hafnargerðina og
sá hann um smíði kersins, en
teikninguna gerði Finnbogi
Rútur Þorvaldsson, hafnar-
verkfræðingur. Þetta stóra ker
var gjört úr járnbentri stein-
steypu, 10x15 metrar að botn-
flatarmáli, með 16 hólfum. Því
var sökkt á sinn stað og það
síðan fyllt með grjóti, sem við
tókum upp úr innsiglingunni.
Grjótið var lagt í sements-
blöndu. Á þessu keri stendur
hausinn á Hörgeyrargarði.
Hann hefur lítið haggazt, síðan
hann var fullgerður srunarið
eða haustið 1929. Síðan var
þama reistur viti, svo sem
kunnugt er. Daginn, sem grind
hans var reist, hélt hafnar-
nefnd öllum hafnarverkamönn-
unum og öðrum starfsmönnum
hafnarframkvæmdanna hóf á
nyrðri hafnargarðinum (Hörg-
eyrargarðinum), eins konar
reisigildi. í hófi þessu fluttu
ræður þeir Finnbogi Rútur Þor-
valdsson, hafnarverkfræðingur,
og Jóhann Þ. Jósefsson, alþing-
ismaður, og minntust þeir hins
mikla áfanga, sem náðst hafði
í hafnarmálum Eyjabúa og
þökkuðu hafnarverkamönnum
vel unnin störf.
Á þessum árum áttu sér stað