Blik - 01.05.1961, Page 52
50
B L I K
Gamli Ægir vann fljótt á járnþilinu, sem var austanvert við Hringskersgarðinn
honum til styrktar. Náttúruöflin tœttu það sundur og dreifðu þvi um mararhotninn.
Það mun hafa verið Finnbogi Rútur Þorvaldsson, hafnarverkfræðingur, sem lét sér
þá hugkvœmast að fylla gimaldsstóra poka úr segldúk af sterkri sementssteypu þarna
við austurhlið garðsins. Sú aðgerð hefur dugað til þessa dags. Á myndinni gnæfir
Ársæll Sveinsson hæst. Hann var verkstjóri við þessar viðgerðir. Á pokana sést i
sjávarskorpunni.
ár unnið að því að rífa upp
grjót úr Leiðinni, var orðið ill-
kleift að festa á því tangir sök-
um sands, sem safnazt hafði
ofan á grjótið í botninum. Allt
var þar orðið á kafi í sandi. Þá
reyndum við að nota slökki-
dælur bæjarins til að sprauta
sandinum til hliðar, blása hann
ofan af grjótinum. Það reyndist
svo seinvirkt, að það var ógern-
ingur. Þá var það, sem Böðvari
Ingvarssyni, sem þá var hafn-
arverkstjóri, hugkvæmdist að
láta sanddæluskip hafnarinn-
ar vinna þetta verk á þann hátt,
að sogdæla þess var látin blása
frá í stað þess að soga að, láta
sem sagt vélarnar vinna öfugt.
Smíðuð Var sérstök trekt á
sogpípuenda skipsins, svo að
krafturinn hnytmiðaðist og not-
aðist betur. Þetta reyndist allt
þjóðráð. Vel gekk að fjarlægja
sandinn, og síðan reyndist auð-
velt að læsa töngunum um
steinana.
Þurftuð þið aldrei að sprengja
stórgrýti í grjótrifinu?
Jú, eitt sumarið var talsvert >
gert að því. Þegar við höfðum
tekið upp allt grjótið úr rifinu
nema það smæsta, kom í ljós
við rannsókn, að undir rifinu
var móklöpp á annan metra á
þykkt. Sogdælum skipsins gekk
mjög erfiðlega að vinna á
henni. Þó vannst það á, að rás-
ir mynduðust í klöppina og há-
ir garðar á milli þeirra. Allt
gekk þetta verk mjög seint.
Þessa garða sprengdum við
með sprengiefni með mjög góð-
um árangri. Þar með má segja,
að erfiðasti björninn væri unn-
inn um dýpkun Leiðarinnar,
því að undir móklöppinni reynd-
ist vera sandur, sem sanddælu-
skipið átti mjög auðvelt með að
soga upp.