Blik - 01.05.1961, Side 53
B L I K
51
Var ekki kalsamt að vinna á
flekanum, þegar hausta tók eða
illa viðraði að sumrinu?
Jú, vissulega, því að á hon-
um var ekkert skýli fyrstu árin.
En eftir að skýli var sett á
hann, gat áhöfnin drukkið þar
kaffi og skipt þar vinnuklæðum.
Einnig gat ég athafnað mig
þar við að fara í kafarabúning-
inn. Seinna var svo sett niður
bátavél á flekann og byggt yfir
hana skýli. Vélin sneri vind-
unni, sem dró upp grjótið. Við
alla þessa tækni gekk verkið
miklu greiðar.
Hve þunga hyggur þú
þyngstu steinana, sem þið tók-
uð upp úr grjótrifinu?
Finnbogi verkfræðingur á-
ætlaði þunga þeirra allt að 7
smálestir. Starfið var mjög
erfitt hjá vindumönnunum, áð-
ur en við fengum bátavélina á
flekann, því að vindunni var þá
snúið með handafli. En menn
gerðu sér þá yfirleitt allt að
góðu. Aðalatriðið var þá að
hafa vinnu, hvað sem stritinu
og slitinu leið.
Stundum á haustin, þegar góð
voru veður og hætt var að
vinna á flekanum, unnum við
að grjótnámi vestan við syðri
hafnargarðinn. Þá höfðum við
gufukrana á brautarspori á
garðinum og fjarlægðum stóra
steina úr grjóteyrinni innan við
garðinn. Suma þá steina réðum
við ekki við af flekanum. Einn
þeirra var t. d. áætlaður 12
smálestir að þyngd (sbr. mynd).
Nú langar mig að víkja aftur
að kafarastarfinu. Sérstakur
maður mun hafa annazt sam-
bandið við þig, meðan þú vannst
á sjávarbotninum og þið talað
saman með einhverjum merkj-
um.?
Já, til mín lá lína af flekan-
um, sem kölluð var líflína. Með
henni gaf ég merki. Kippti ég
einu sinni í línuna, þýddi, að
gefa þyrfti eftir á stálvírnum,
sem tangirnar voru tengdar
við. Kippti ég tvívegis í líflín-
una, var það merki þess að
draga skyldi upp steininn.
Kippti ég hins vegar þrívegis
í líflínuna, var það merki þess,
að ég óskaði sjálfur að koma
upp.
Árið 1929 fengum við síma í
kafarahjálminn. Haraldur Ei-
ríksson, rafvirkjameistari, gekk
frá honum að öllu leyti.
Eftir það gat ég talað við
vinnufélaga mína á flekanum.
Sú tækni létti mjög mikið allt
starfið. Afköst uxu og ég var
á allan hátt öruggari. Fyrst var
það aðeins ég, sem gat látið til
mín heyra. Síðan endurbætti
Haraldur símann, svo að báðir
aðilar gátu ræðzt við. — Eftir
því sem ég bezt veit, var kaf-
arasími þessi algjör nýjung hér
á landi, sá fyrsti, sem notaður
var.
Þegar ég var að alast upp á