Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 55
B L I K
53
að steinn þessi hafi flutzt með
hafís á öndverðri 17. öld og
hafi verið gizkað á, að hann
væri nær 200 smálestir. Þor-
steinn fullyrðir, að þú hafir átt
drýgstan þátt í að fjarlægja
stein þennan úr hafnarmynn-
inu. Mig fýsir að vita nánar um
það afrek þitt.
Já, steinn þer",i gnæfði upp
úr öðru. stórgrýti þarna á botn-
inum og svo hátt, að þarinn á
honum sást í sjávarskorpunni
á stórstraumsfjörum. Hann var
tvímælalaust erfiðasta verkefni
mitt og okkar þarna á sjávar-
MYNDIN TIL VINSTRI
Niður til vinstri:
1- Steinn tekinn inn d flekann.
2. Grafskipið Vestmannaey og flekinn i
notkun i hafnarmynninu.
T Smdgrjót dregið upp úr innsiglingunni
i járnkörfu.
4. Flekinn. Kafarinn að fara niður. Að-
stoðarmaður hans sést hjd honum á
flekanum og fleiri menn, m. a. Berg-
steinn Jónasson, sem. var verkstjóri.
Einnig sést þar mikið grjót nýtekið
upp.
Niður til hœgri:
I- Til pess að styrkja Hringskersgarðinn,
sem var farinn að láta undan, var rekið
niður járnþil austan við hann og fyllt
upp innan við það.
2. Gufukraninn fram við vita á Hring-
skersgarði.
-t Verið er að draga upp með gufukran-
anum einn allra stærsta strenginn, sem
tekinn var upp i heilu lagi úr hafnar-
mynninu. Þungi áætlaður af verkfræð-
ingi 12 smálestir.
Nokkrir menn sjást á garðinum, m. a.
hafnsögumennirnir Hannes Jónsson og
Arni Þórarinsson.
botninum. Ekkert viðlit var að
lyfta honum með þeim tækjum,
sem við höfðum ráð á.
Ég hóf þetta starf með því
að bregða um bjargið stálvír.
Síðan skyldi gufukraninn á
syðri hafnargarðinum taka í
spottann. Á þennan hátt hugð-
umst við mjaka steininum á
svo grunnt vatn, að hann yrði
þar boraður um fjöru og
sprengdur. Kraninn sleit hvern
vírinn eftir annan án þess að
steinninn bifaðist. Loks festi ég
á steininum sjálfan kranavírinn,
sem var 2 þumlungar í þver-
mál. Þegar í hann var tekið,
var það kraninn, sem vildi und-
an láta, — steypast af sporun-
um. Matthías Finnbogason
var alltaf kranastjóri, þegar
mest lá við. Hann lét nú festa
kranann með keðjum að aust-
anverðu í hafnargarðinn. Með
þessu móti tókst að mjaka
steininum upp að eyrinni vestan
við hafnargarðinn. Þar var
hann síðan boraður á stór-
straumsfjöru og sprengdur í
viðráðanlega 'hluta.
Grafskipið Grettir mun hafa
unnið hér hluta úr sumri, áður
en þú hættir kafarastörfum.
Var ekki svo?
Jú, rétt er það. Þegar við
höfðum loks lokið við að rífa
upp og fjarlægja allt stærsta
grjótið og hlutana úr stóra
steininum, þá var mikið eftir
af smágrjóti í botninum, sér-