Blik - 01.05.1961, Síða 56
54
B L I K
staklega í innanverðri innsigl-
ingunni.
Allt þetta grjót hreinsaði
grafskipið Grettir upp með
miklum afköstum. Þegar skip-
ið fór að vinna, komu í ljós
stórir steinar, sem þurfti að
ná upp á annan hátt eða með
gamla laginu. Þá kafaði ég. —
Afköst Grettis voru tröllsleg
þarna í innsiglingunni, og var
ég oft undrandi, þegar ég kom
niður á hafsbotninn með nokk-
urra daga millibili, að sjá allan
þann árangur af starfinu. Segja
má líka, að þetta hafi verið
lokaspretturinn við að grafa út
innsiglingu Vestmannaeyja-
hafnar, því að ekkert hefur
þurft um þetta að bæta síðan
og öll milliferðaskip komizt inn
á höfnina hindrunarlaust.
Þú munt einnig hafa verið
fengin til að hjálpa skipum, sem
þurftu kafara við?
Já, mjög oft. Sérstaklega
leituðu hingað erlendir togarar,
sem fengið 'höfðu vír eða vörpu
í skrúfuna.
Er það ekki erfitt viðfangs
að ná stálvír úr skipsskrúfum ?
Jú, það er oft mjög erfitt, og
reynir á mann til hins ýtrasta.
Þó lánaðist mér alltaf að ljúka
slíkum störfum, svo að skipin
þurftu ekki að leita annað.
Á stríðsárunum, þegar f jöldi
færeyskra fiskiskipa og flutn-
ingaskipa sigldi hingað sem
mest og flutti fisk til Bret-
lands, þurftu þau oft á hjálp
kafara að halda. Ýmist voru
þar biluð stýri eða skrúfa í
ólagi. Eitt sinn aðstoðaði ég
franska fiskiskútu með bilaða
skrúfu.
Geturðu gizkað á, hvað þú
munir hafa kafað við mörg er-
lend skip á þessum árum?
Nei, það get ég ekki nákvæm-
lega. En þau skipta áreiðan-
lega hundruðum.
Hvað hefurðu kafað dýpst?
Það var, þegar sæsíminn
slitnaði hér við Eiðið. Þá fékk
landsímastjóri mig til þess að
kafa og leita að sæstrengnum.
Þá kafaði ég niður á 25—30
metra dýpi. Tilraun þessi bar
ekki árangur. — Þetta var um
haust. Um sumarið hafði sand-
dæluskip hafnarinnar dælt sandi
úr höfninni inn fyrir Eiði, svo
að þarna var allt á kafi í sandi
á sjávarbotni. — Seinna náðist
sæstrengurinn upp með kröku
nokkru dýpra en ég hafði kom-
izt.
Þú munt hafa kafað víðar en
hér í Eyjum?
Já, árið 1944 vann ég í 6
vikur á Stokkseyri við að bora
og sprengja klappir í innsigl-
ingunni. Þar fannst ekkert
laust grjót, heldur allt fastar
klappir. Við boruðum með loft-
pressu. Ég stýrði bornum á
hafsbotni fyrstu 40—50 sm en
síðan boraði hann án eftirlits
niður í 2—3 m dýpi.