Blik - 01.05.1961, Síða 57
BL I K
55
Við notuðum rafmagns-
streng, þegar við kveiktum í
sprengiefninu. Síðan vann ég
að því að slá á grjótið, sem
losnaði við sprengingarnar. Það
var dregið upp í vélbát og los-
að, þar sem hentast þótti.
Þarna á botninum sá ég rauð-
maga liggja yfir hrognabúi
utan í skerjum og flúðum og
frjóvga eggin. Hann virtist una
þar vel sínu ævistarfi.
Mér likaði ágætlega að vinna
á Stokkseyri, og mér féll prýði-
lega við vinnufélaga mína.
Verkstjóri var Helgi Sigurðs-
son.
Mig rámar í það, að þú kaf-
aðir eitt sinn við Reykjanes-
skaga.
Já, í nóvember 1946 var ég
fenginn til þess að kafa fyrir
Landshöfnina í Ytri-Njarðvík.
Þar hafði þá verið sökkt stein-
keri 100 ferm. að stærð fram-
an við bryggjuna. Brim gerði,
áður en kerið var fyllt, og þá
brotnaði það og lagðist saman
með þeim afleiðingum, að eng-
inn bátur gat lagzt þar að
bryggju.
Þegar ég kom á staðinn,
sögðu heimamenn mér, að tveir
kafarar væru búnir að reyna
við kerið án árangurs. Leizt
mér þá ekki á blikuna. En það
rættist hér eins og heima, að
guð og lukkan var með mér í
verki. Ég kafaði fyrst til að at-
huga allar aðstæður. Síðan bor-
aði ég kerhlutana og sprengdi
með sprengiefni, sagaði og
klippti steypujárn, og eftir 8
daga var verki þessu lokið til
mikillar ánægju ölliun heima-
mönnum í Ytri-Njarðvík. Verk-
stjóri þarna var Júlíus Þórar-
insson úr Eyjum.
Nú langar mig að lokum mest
til að forvitnast um það, hvem-
ig umhvorfs er á sjávarbotnin-
um hér við hafnargarðana
og hvort þú sást þar ekki ýmis-
leg sjávardýr.
Segja má, að á sjávarbotni
sé maður kominn í annan heim.
Það fer mjög eftir birtu lofts
og skyggni, hversu langt mað-
ur sér þar frá sér. En tak-
mörk yzta sjónhrings eru þar
alltaf þoka og myrkur. Þama
sá ég daglega smáufsa af mörg-
um stærðum, stútung og alltaf
meira og minna af kola, bæði
þykkvalúru, skarkola og sand-
kola. Einnig vom þar sprett-
fiskar, krabbar og stórir kuð-
ungar. Krabbarnir fara hægt
um botninn á sínum kunna
krabbagangi, og kuðungarnir
líða þar áfram. En kuðunga-
krabbinn er oft snar í snúning-
um. Stundum er hann fljótur
að bregða sér úr kuðungnum
og í hann aftur. Oft sá ég líka
steinbít þarna á ferð og koma
inn í höfnina. Þá kom allt í
einu aukin hreyfing á kuðung-
ana og krabbana. Þeir hrædd-
ust steinbítinn auðsjáanlega og