Blik - 01.05.1961, Side 58
56
BLIK
flýttu sér sem mest þeir máttu.
Sæi kuðungakrabbinn hættuna
yfirvofandi, sá ég það oft mér
til undrunar, að hann yfirgaf
kuðunginn og skreið niður á
milli steina, meðan steinbítur-
inn fór hjá. Síðan smeygði hann
aftur halanum á sér inn í kuð-
unginn og rölti af stað, eins og
ekkert væri.
Mér var það mikil ráðgáta,
hvernig kuðungasniglamir og
krabbarnir skynjuðu nálægð
steinbítsins, sem étur þá af
græðgi, svo sem kunnugt er.
Mér flaug í hug, hvort hér gæti
verið um straumskynjanir að
ræða í sjónum.
Tvívegis sá ég seli af meðal-
stærð Þeir virtust skoða mig í
krók og kring og hurfu síðan
á burt.
Einu sinni eða tvisvar sá ég
humar. Hann þótti mér einna
einkennilegastur í tilburðum og
háttalagi. Fyndist honum eitt-
hvað gmnsamlegt, sem hætta
gæti stafað af, sló hann halan-
um undir kviðinn og þaut aftur
á bak, og hvarf hann þá með
öllu. Kom svo aftur ,,á sundi“
eða eins og hann fálmaði sig
áfram með örmunum. Væri
hann kyrr við botninn, hélt
hann sig upp við stein og sneri
halanum að steininum en hélt
griptöngunum fyrir sér eins og
hann væri viðbúinn árás. Þetta
benti til þess, að hann vildi
ógjarnan láta koma sér í opna
skjöldu eða aftan að sér og ef
til vill bíta af sér halann.
Utan í norðureyrinni (Hörg-
eyrinni) er mjög mikill sjávar-
gróður. Þarna eru hæstu þara-
þönglamir full mannhæð. Þarna
er einnig mikill annar gróður.
Það er ógleymanleg sjón í björtu
veðri að skyggnast um í þessu
undra ríki. Allt er þarna þakið
marglitum sjávarjurtum, sem
glitra og sindra í öllum regn-
bogans litum. Eg held, að þetta
sé fegursta blómaskrúð, sem ég
hefi augum litið. Það er vissu-
lega eitt af mýmörgum dásemd-
um skaparans.
Manstu, Finnur, helztu verk-
stjóra á flekanum og líflínu-
menn?
Já, ég man þá nokkurn veg-
inn. Þeir vom þessir:
Guðbrandur Magnússon úr
Reykjavík, og svo þessir héðan
úr Eyjum:
Jón Sveinsson, Nýlendu, Gísli
B. Jónsson, Haukfelli, Böðvar
Ingvarsson, Ásum, Árni Þórar-
insson, hafnsögumaður og
Bergsteinn Jónasson, hafnar-
vörður.
Og líflínumennirnir vom
þessir: Sigurður Oddgeirsson
frá Ofanleiti, Þórður Gíslason,
meðhjálpari, Stanley Guð-
mundsson, Heiði, Kristinn Gísla-
son, Herjólfsgötu 7, Ari Mark-
ússon, Akurey og Ingibergur
Friðriksson, hafnsögumaður.
Að lokum færi ég þér alúðar-