Blik - 01.05.1961, Page 59
B L I K
57
þakkir fyrir alla þessa fræðslu.
Vissulega hefur þú unnið mikið
afrek í þessu starfi þínu, sem
allir Eyjabúar njóta beint og
óbeint um langan aldur. Þú
hlýtur að hafa hlotið opinbera
viðurkenningu fyrir þetta
mikla þrekvirki og þjóðhags-
lega afrek.
A s.l. ári kjöri Kafarafélag
íslands mig heiðursfélaga sinn.
En ánægjulegasta viðurkenn-
ingin er meðvitundin um það,
að 'hafa notið guðshjálpar til
þess að geta unnið almenningi
og þjóðfélaginu eitthvert gagn,
óbornum kynslóðum til hag-
sældar og blessunar.
Hversu skyldir eruð þið Ein-
ar Sigurðsson?
Við erum bræðrasynir, því að
faðir minn var bróðir Sigurðar
heitins Sigurfinnssonar, hrepp-
stjóra. Við erum af hinni kunnu
Högnaætt.
Það var án efa þrekvirki að
vinna að kafarastörfum við
Vestmannaeyjar um aldarf jórð-
ung. Þeim manni, sem það
þrekvirki gat innt af hendi, er
áreiðanlega ekki fisjað saman.
Við Eyjabúar þekkjum það
líka af reynslu, að Friðfinnur
Finnsson er þrekmaður hinn
mesti, hraustur vel og afburða
dugmikill. Vöxtur hans og
karlmennska ber þess vitni, að
hann hefur einhverntíma feng-
ið ærlegan bita hjá hinum mætu
og merku hjónum Sigurbjörgu
og Sigurði í Brekkhúsi, fóstur-
foreldrumun. Að sjálfsögðu
kemur hér einnig ætterni til
greina.
Með kafarastarfi sínu hér við
'höfnina öll þessi ár hefur Frið-
finnur Finnsson markað glögg
spor í atvinnusögu byggðar-
lagsins með öðrum verkamönn-
um og verkstjórum, sem þar
unnu vel og lengi. Ekki aðeins
byggðarlagið heldur allt þjóð-
félagið íslenzka nýtur þess hins
mikla og markverða starfs,
hafnarfiiamkvæmda í stæristu
verstöð landsins.
Vestmannaeyjum 1960.
þ. þ. v.
S P A U G
„Góði vinur, ég segi þér það
satt, að það eru fjölda margar
stúlkur, sem ekki vilja giftast."
„Hvernig veiztu það?“
„Eg hef spurt þær sjálfar.“
Leigjandinn: „Það voru rott-
ur að fljúgast á milli þils og
veggjar hjá mér í alla nótt.“
Húseigandinn: „Ætlizt þér til
að f á heilt nautaat í kaupbæti og
sitja í gamalli leigu?“