Blik - 01.05.1961, Page 60
Hjónin í Svaðkoti
f
Bjarni Olafsson og Ragnheiður Gísladóttir
Árið 1854 fluttist liingað til
Eyja 18 ára piltur frá Stóra-
dalssókn undir Eyjafjöllum.
Hann hét Bjarni Ólafsson.
Hann réðist þá vinnumaður hjá
Sigurði hreppstjóra Torfasyni
á Búastöðum. Þar var hann
næstu þrjú árin.
Bjarni Ólafsson var Landey-
ingur, fæddur að Steinmóðar-
bæ þar 22. jan. 1836. Foreldrar:
Ólafur monsjör Ólafsson og k.
h. Guðríður Ingvarsdóttir,
bóndahjón á Steinmóðarbæ, sem
þá var í Stóradalssókn.
Tveim árum síðar, eða 1856,
kom ung stúlka til Eyja frá
Teigssókn (Hlíðarendasókn) í
Rangárvallasýslu. Sú ’hét Ragn-
heiður Gísladóttir. Hún réðist
einnig að Búastöðum til Sigurð-
íar hreppstjóra og varð þar
vinnukona.
Amor skaut örvum síntun á
Búastöðum eins og annars stað-
ar bæði fyrr og síðar, og þá á
milli Bjarna Ólafssonar og
Ragnheiðar Gísladóttur. Þau
felldu hugi saman.
Árið 1857 rugluðu svo þessi
vinnuhjú á Búastöðum saman
reytum sínum og stofnuðu eig-
ið heimili. Þau hófu búskap í
Litlakoti, sem var tómthús
skammt frá Hólshúsi. Síðar var
breytt um nafn á tómthúsi
þessu og það kallað Veggur.
Ennþá ber húsið það nafn. Þess-
ari fullyrðingu til staðfestingar
er vísa þessi, sem lifað hefur
um tugi ára á vörum Eyjabúa:
Nú heitir húsið mitt Veggur,
sem áður hét Litlakot.
Og ekki er ég orðmælgisseggur,
þótt ætti þar blóðmör og flot.
Vísan ber það mér sér, að
sá hinn sami hefur ekki verið
óánægður með afkomu sína í
Litlakoti, sem honum fannst
oflítið nafn á tómthúsið sitt og
kallaði það Vegg, — veggur á
fjóra vegu, þar sem allt flaut
í floti og hver kirna full af
blóðmör!
Þegar þau Bjarni og Ragn-
heiður fluttu úr vinnuvistinni
á Búastöðum eftir slátt 1857,
var hún komin langt á leið. Hún
fæddi fyrsta barn þeirra 27.
okt. um haustið. Það var svein-
barn og skírt Gísli, nafni móð-
urafa síns.