Blik - 01.05.1961, Síða 62
60
B L I K
ar Bjarna bónda og þeirra
hjóna framfærslu Gísla Sveins-
sonar að Heylæk, sem var kom-
inn á vonarvöl vegna elli og
blindu, en Gísli sá var tengda-
faðir Bjarna bónda, faðir Ragn-
heiðar konu hans. Þó viður-
kenndu hreppstjórarnir í Fljóts-
hlíðarhreppi, að hreppnum bæri
að sjá þessu gamalmenni far-
borða, en þeir höfðu frétt, að
hjónin í Svaðkoti ættu svo gott
bú, að þau mundi ekki muna
um að bæta á sig einum ómaga
enn.
Sýslumaður Rangárþings var
nú látinn skrifa sýslumanni
Vestmannaeyja, M. L. Aagaard,
varðandi þetta framfærslumál
og hann beðinn að láta rann-
saka efnáhag og afkomu þeirra
hjóna í Svaðkoti og úrskurða
úr búi þeirra árlega greiðslu
með gamla manninum.
Sýslumaður Eyjanna fól síð-
an oddvita, Þorsteini Jónssyni,
lækni, og hreppstjóranum Lár-
usi Jónssyni að Búastöðum að
rannsaka efnahag þessara
hjóna, áður en hann kvæði upp
úrskurðinn. Sökum þessarar
rannsóknar vitum við, hvernig
efnahagur þeirra var í upphafi
ársins 1873.
Ríkis-
Hjónin áttu þá í lifandi pen- dal.
ingi um .................... 82
í húsum og innanstokksmun. 90
í skipi, sem arðsvon var af .. 40
4/7 hluta jarðarinnar Stein-
móðarbæjar í V.-Eyjafjallahr.
eða 9 hundruð á 30,5 ríkisdali
hvert hundrað samkv. Land-
hagsskýrslum ............. 276
Öll eign hjónanna þannig .. 488
Verzlunarskuldir og skuldir
við einstaklinga samtals .... 134
Skuldlaus eign ............. 354
Oddviti og hreppstjóri minna
á, að hjónin í Svaðkoti hafi 4
ómaga á framfærslu og reynsl-
an sé, að 300 fiska kosti árlega
að fleyta fram hverjum ómaga
í Eyjum, þá nemi ómagafram-
færsla hjónanna alls 1200 fisk-
um árlega eða 146 rd. og 84
skildingum.
Ekki er mér kunnugt um,
hver úrskurður sýslumanns
varð, en fráleitt hefur hann
getað úrskurðað hjónin til auk-
innar ómagaframfærslu, svo
lítið sem bú þeirra var og efna-
'hagur bágur, enda þótt reglu-
semi, hirðusemi og mikill
myndarskapur væri ríkjandi á
heimilinu. Valdsmanninum í
Eyjum var það þá einnig kunn-
ugt, að barns var von í Svað-
koti eftir fáar vikur, þegar
þetta mál var á döfinni, í jan.
1873. — 16. marz fæddist þeim
barnið, en Sæmundur sonur
þeirra dó 26. júní sama ár, eins
og áður greinir.
Bjarni bóndi gerði bát sinn
út í Klauf suður og lét dreng-
ina sína og þeirra hjóna róa
með sér með færisstúfinn svo
fljótt, sem aldur leyfði.
Árið 1882 höfðu hjónin búið