Blik - 01.05.1961, Page 64
62
B L I K
Steinunn Bjarnadóttir, 15 ára.
Gísli Bjarnason, 12 ára.
Guðríður Bjarnadóttir, 7 ára.
Halla Bjarnadóttir, 4 ára.
Ingigerður Gísladóttir, systir
Ragnheiðar húsfreyju, 50 ára.
Svo leið veturinn 1882—1883
og vorið kom með stillum og
stafandi sól, fuglasöng í
björgum, hreiðurgerð og varpi.
Nokkrir fýlar settust að í Of-
anleitishamri og áttu sér þar
hreiður. Teisturnar verptu á
bert bergið neðar í Hamrinum.
Drengirnir á Ofanleitisbæjun-
um heilluðust af fuglalífinu.
Þeir vissu, að þeirra beið sig í
björg og klif í kletta. Að sækja
björg í björg var þriðji aðal-
atvinnuvegur Eyjabúa, ekki
sízt bænda og bændaliða þar,
og sá atvinnuvegurinn gaf æði
oft drýgsta búsílagið — eggin
og svo fuglakjötið sem bændur
áttu að haustinu í mörgum
tunnum til vetrarins. Það fylgdi
því viðurkenning og virðing að
vera slyngur fjallamaður. Það
var hin mikla íþrótt átthag-
anna og hana var bezt að þjálfa
frá blautu barnsbeini. Þessi
vissa og þessi tilfinning ýtti
mörgum unglingnum út fyrir
bergbrúnina, þar sem lítið bar
á. Aðeins leikur í smáum stíl
fyrst en vaxandi með aldri og
kjarki. Foreldrarnir leyfðu
aldrei þennan leik nema í fylgd
með fullorðnum og vönum
fjallamönnum. Þess vegna
varð að stelast til að gera þetta
í laumi. Þá varð sá leikur oft
bömum að aldurtila í Eyjum.
Svo fór um Gísla Bjarnason í
Svaðkoti.
Á hvítasunnudag 1883 fór
hann einförum niður á Ofan-
leitishamar til þess að fylgjast
með fulgalifinu þar. Það var
13. maí.
Þegar leið fram að kvöldi,
þótti það ekki einleikið, að
Gísli, sem var 13 ára, hafði
ekki komið heim og enginn orð-
ið hans var síðan á messutíma.
Þá var tekið að leita að piltin-
um. Fyrst var gengið k alla
bæi í grenndinni. Enginn hafði
orðið hans var síðan einhvern-
tíma um daginn. Almenn leit
var hafin og tóku margir þátt
í henni. Um kvöldið seint eða
morguninn eftir fannst lík
Gísla Bjamasonar á syllu neð-
arlega í Hamrinum. Hann hafði
hrapað til dauðs.
Bændur og búaliðar „fyrir
ofan hraun“ hófu snemma sjó-
sókn um vorið 1883 úr Klauf-
inni, þar sem uppsátur þeirra
var og hafði verið um langan
aldur.
Vorið leið og sumarið kom
með kyrrlátum dögum og næg-
um færafiski suður og vestur
um eyjar og sund.
Hinn 16. júní (1883) snemma
morguns réri Bjarni bóndi