Blik - 01.05.1961, Page 65
B L I K
63
Olafsson á fjögurra manna
fari sínu úr Klaufinni í blíð-
skaparveðri. Með honum voru
þessir menn á bátnum: Tíli
Oddsson, bóndi í Norðurgarði
(52 ára), Guðmundur Erlends-
son frá Norðurgarði, létta-
drengur hjá þeim hjónum Tíla
og Guðríði Jónsdóttur, 15 ára,
Ólafur Bjarnason frá Svaðkoti,
tæpra 24 ára og Jón Árnason
vinnumaður í Draumbæ, 36 ára.
Nokkru fyrir hádegi veittu
menn því athygli á Ofanleitis-
bæjunum, að eitthvað maraði í
sjávarskorpunni spölkom vest-
ur af Stórhöfða. Sterk athygli
fólksins beindist að þessu. Hvað
gat þetta verið? Þetta eitthvað
sást greinilega í spegilsléttum
sjávarfletinum. Að því rak, að
báti var skotið á flot til þess
að athuga nánar rekaldið. Þá
kom í ljós, að þetta var bátur
þeirra Bjama Ólafssonar fullur
af sjó, marandi í kafi. Eitt lík
var í bátnum, lík Ólafs Bjarna-
sonar. Hinir horfnir. Báturinn
virtist aldrei hafa farið af rétt-
um kili, og tvö færin vom úti.
Báturinn var áralaus og segla-
laus. Hvað gat hafa komið fyrir
og grandað mönnunum? Sú
gáta er enn óleyst. Frekast var
að því hallazt, að stórhveli
hefði valdið slysinu.
Ekkjan í Svaðkoti átti nú að-
eins eftir 3 dætur. Svo grimmi-
lega hafði lífið leikið hana.
Við manntal haustið 1883 er
þetta heimilisfólkið í Svaðkoti:
Ragnheiður Gísladóttir, ekkja,
50 ára.
Steinunn dóttir hennar, 16 ára.
Guðríður dóttir hennar, 8 ára.
Halla dóttir hennar, 5 ára.
Ingigerður systir hennar 51 árs.
Bóndinn og bræðurnir allir
horfnir.
Eftir þessar miklu hörmung-
ar afréð ekkjan Ragnheiður
Gísladóttir samt að halda jörð-
inni, meðan dætur hennar vom
að ná þroskaaldri. Þær voru
tápmiklar og duglegar og urðu
stoð hennar og stytta eftir því
sem kraftarnir leyfðu og ald-
urinn óx.
Bjarni Ólafsson var í her-
fylkingu Vestmannaeyja, í 4.
flokki undir flokksforustu Árna
bónda Einarssonar á Vilborg-
arstöðum.
Ragnheiður Gísladóttir dó að
Haukadal í Dýrafirði 7. júlí
1911 hjá Höllu dóttur sinni,
sem þar var búsett um ára
bil, gift Jóni Guðmundssyni,
skipstj., 1904. Þeirra börn:
Bjarni Ragnar, Þorbergur
Ágúst, Steinunn Jóhanna, Jón
Gísli og Kristján Sæmundur.
Halla Bjarnadóttir dó 25. des.
1930 í Reykjavík.
Steinunn Bjarnadóttir giftist
árið 1903 Jóhannesi Einarssyni,
skipstjóra í Reykjavík. Þau
eignuðust eitt barn: Bjarna
Olgeir. Steinunn dó 6. nóv. 1949.
Guðríður Bjarnadóttir giftist