Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 67
Hjónin í Brekkhúsi
Sigurður bóndi Sveinbjarnarson og
Sigurbjörg Sigurðardóttir
Árið 1891, um vorið, flytjast
þau til Vestmannaeyja frá
Stóru-Hildisey í Landeyjum
með son sinn Sigurjón tveggja
ára. Sigurður var þá 26 ára (f.
25. júní 1865) og Sigurbjörg
28 ára, fædd 1863.
Samkvæmt þá gildandi lögum
um flutning fólks milli sveita á
tslandi urðu þau hjónin að
sanna það, að þau ættu nægi-
legar eignir til þess að fá bú-
setu í Vestmannaeyjum. Vorið
1891, 9. maí, voru tveir gestir
staddir að Hildisey, hreppstjór-
inn í Austurlandeyjum, M.
Björnsson, og Sigurður Guð-
mundsson bóndi þar, til þess að
skrá eignir þessara hjóna, sem
hugðu á flutning til Vestmanna-
eyja. Eigur þeirra voru þessar
og metnar sem hér segir:
Kr.
Reiðtygi ..................... 20,00
5 hestar reipi ............... 5,00
11 ær á 9 kr. hver ........... 99,00
10 gemlingar á 6 kr hver .. 60,00
2 sauðir tveggja v. á 11 kr. 22,00
1 sauður þriggja vetra .... 13,00
Brún hryssa 6 vetra .......... 54,00
Brúnn foli tveggja vetra . . 46,00
2 kistur ..................... 20,00
Innstæða í sparisjóðsbók .. 100,00
Frá Jóni Brandssyni, Hall-
geirsey ...................60,00
Eignir samtals kr. 499,00
Annað sérstakt mat fór fram
á eignum þessum. Það breytti
litlu um verð. Hver gemlingur
var hækkaður í verði um eina
krónu.
Hjónin Sigurður og Sigur-
björg settust að í tómthúsinu
Fögruvöllum, þegar til Eyja
kom, í mótbýli við hjónin Sig-
urð Vigfússon og Þorgerði Er-
lendsdóttur. Árið 1896 (15.
febr.), eignuðust þau annað
barn sitt. Það var stúlkubam
og skírt Guðbjörg Aðalheiður.
Árið 1905 (11. febr.), fá
hjónin Sigurður og Sigurbjörg
byggingu fyrir jörðinni Brekk-
húsi, þegar hún féll úr ábúð
eftir Guðlaug Sigurðsson, bónda
þar frá 1894. En hann flutti til
Ameríku.
Þessi hjón í Brekkhúsi fengu
brátt almennings orð fyrir
manngæzku og drengskap. Þess
vegna sóttust ráðandi menn
sveitarfélagsins eftir því að