Blik - 01.05.1961, Page 70
68
B L I K
ar, Sveinbjörn Þorleifsson, nær
sjötugur að aldri.
Sigurði Sveinbjarnarsyni er
svo lýst af kunnugum: Hann
var þrekmaður mikill og
hraustur, duglegur með af-
brigðum og fiskinn. Sláttumað-
ur var hann einnig ágætur.
Hann var dagfarsprúður mað-
ur, en snöggur, þegar því var
að skipta, hreinlyndur dreng-
skaparmaður. Búhöldur var
hann ágætur, hygginn og iðju-
samur og sérstaklega skilvís í
öllum viðskiptum.
Sami maður lýsir Sigurbjörgu
húsfreyju á þessa leið: Hún var
dugnaðarhúsmóðir og tápmikil,
þó að hún væri fremur smá
vexti. Mildin og manngæzkan
voru áberandi eiginleikar í fari
hennar. Þeirra eiginleika nutu
ekki sízt öll munaðarlausu
bömin, sem þau hjón ólu upp.
Eitt af fósturbörnum þeirra
'hjóna hét Björgvin Pálsson.
Þau hjón tóku hann í fóstur
16 vikna. Hann var bróðurson-
ur Sigurbjargar. Foreldrar
drengsins urðu fyrir mikilli ó-
gæfu, svo að sárustu vandræði
steðjuðu að heimili þeirra. Fór
þá Sigurbjörg húsfreyja í
Brekkhúsi sjálf með áraskipi
upp í Landeyjasand til þess að
sækja bróðurson sinn. Björgvin
Pálsson náði þroskaaldri.
Hann giftist frá Brekkhúsi.
Hann hrapaði til dauðs í Myki-
takstó (Miðdagstó, Mykjuteigs-
tó) við austanverðan Herjólfs-
dal.
Sigurður bóndi Sveinbjam-
arson dó 11. júní 1933, og Sig-
urbjörg kona hans 3. júní 1956,
92 ára gömul. Síðustu æviárin
dvaldist hún hjá Aðalheiði
dóttur sinni í Hvammi við
Kirkjuveg og manni hennar
Árna Finnbogasyni.
Magnús Jónsson, skipstjóri
og skáld í Sólvangi í Eyjum,
orti erfiljóð eftir Sigurð Svein-
bjarnarson. Það var sungið í
Landakirkju við jarðarför
hans:
Með styrkum vilja stóð hann
og stefndi fram á leið,
svo ála lífsins óð hann,
að engri hcettu kveið.
Frá árdag allt að kveldi
hann áfram sótti fast,
með von og viljans eldi,
ei virti heimsins last.
Þess orðstír lengi lifir,
sem lítið fœst um raun,
en hleypur upp og yfir
hvern ás og hrunahraun.
Og það er hann, sem þjóðin
á þakkarskyldur við,
því greið er gengna slóðin
og gott hið rudda svið.
Þin mörgu árin minna
á mikið starf og þor.
þú vildir hraustur vinna
og veikra mýkja spor.