Blik - 01.05.1961, Page 71
B L I K
69
fiúsið i Brekkhúsi, sem Sig-
urður byggði 1909.
Og gleymzt það eigi getur,
hve glaður cetíð varst,
að sumar varmt og vetur
þú vor í huga barst.
Að berum sorg í sinni
veit sá, er skilur allt.
Nú okkar gamla inni
er ömurlegt og kalt.
Svo kveðjum við þig, kceri,
með kcerstri ástarþökk.
Að fósturmoldin fœri
þér frið, við biðjum klökk.
Þegar þau hjón fluttu að
Brekkhúsi, var þar gamall bær
og lélegur. íbúðarhús það, sem
nú stendur á Brekkhússjörðinni,
byggði Sigurður og þau 'hjón
árið 1909.
Húsið er timburhús á stein-
steyptum kjallara, .stærð þrjú
herbergi og eldhús á hæð.
Árið áður eða 1908 tók Sig-
urður að undirbúa byggingar-
framkvæmdirnar. Þegar hann
átti tómstundir, lét hann dreng-
ina Sigurjón son sinn og Frið-
finn fósturson sinn sækja smá-
hraunhellur og annað myljan-
leg smágrjót út í hraunið ná-
lægt bænum og bera það heim
að bæ. Þar muldi bóndi grjót
þetta með hamri og notaði síð-
an árið eftir í steypuna, þegar
kjallarinn var steyptur. Meðan
á byggingarframkvæmdum
stóð sumarið 1909, bjó Brekk-
hússf jölskyldan í lambhúsi vest-
ur á bæjartúninu, og var það
tjaldað innan að einhverju leyti
til að gera það vistlegra.
Árið 1908 rak stórt tré í Vík-
ina, þar sem Brekkhús á aðild
að reka. Tréð kom í hlut Sig-
urðar bónda Sveinbjarnarsonar.
Það var sagað með stórviðar-
sög og fengust úr því gólfbit-
arnir í nýbygginguna. Þar eru
þeir enn ófeysknir og traustir.
Ég, er þessi orð skrifa um
hjónin í Brekkhúsi, Sigurð
Sveinbjarnarson og Sigurbjörgu
Sigurðardóttur, þekkti þau ekki
persónulega og hafði engin