Blik - 01.05.1961, Page 74
ÞORSTEINN Þ. VIGLUNDSSON:
f
Saga Isfélags Vest-
mannaeyja
II. KAFLI
Við skildum síðast í Englandi
við Gísla J. Johnsen, formann
ísfélags Vestmannaeyja. Hann
hafði þá fest kaup á vélum í
hið nýja frystihús, frystivél í
Danmörku og aflvél í Englandi.
Þetta voru fyrstu vélar sinnar
tegundar, sem fluttar voru til
landsins.
Hvar átti svo frystihúsið
sjálft að rísa? Til greina komu
4 staðir. Þeir voru þessir: 1)
Nausthamarinn, 2) Isakshrófið,
þar sem Geirseyri stendur nú
(austan við gömlu bæjarbryggj-
una norðan Strandvegar), 3)
„Fyrir neðan lóð Höjdals“. Það
mun vera á Stokkhellu vestan-
verðri, en bæjarbryggjan
gamla, Steinbryggjan, er byggð
á Stokkhellu. 4) Á svokallaðri
Nýjabæjarhellu, sem kennd var
við jörðina Nýjabæ. Þar þótti
rýmst fyrir frystihúsið, og var
sá staður því valinn.
Á almennum fundi í ísfélag-
inu snemma vors 1908 var af-
ráðið, að hvert vélbátsfélag eða
hver vélbátur skyldi leggja af
mörkum kr. 300,00 í nýja
frystihúsið, kaupa hlutabréf
fyrir þá upphæð.
Þegar formaður Isfélagsins
kom heim úr utanlandsferð
sinni, var tekið til að ráða fram
úr fjár'hagsvandræðum félags-
ins og skrapa saman peninga
til véla- og efniskaupanna.
Greiða skyldi fyrst kr. 5000,00,
þegar frystivélarnar yrðu send-
ar frá Danmörku í maímánuði
(1908). En með því að ísfélag-
ið átti enga peninga handbæra,
var rætt um lántöku með á-
byrgð sýslusjóðs. Stjórnin fól
formanni félagsins og varafor-
manni, Gísla Lárussyni, allan
veg og vanda af lántökum þess-
um og byggingarframkvæmd-
um. Afráðið var að fá 6 menn
úr Reykjavík til þess að standa
fyrir og vinna að byggingu