Blik - 01.05.1961, Page 75
B L I K
73
hússins, með því að skortur var
jafnan á vinnuafli í Eyjum að
sumrinu, þar sem flestallir full-
vinnufærir Eyjabúar leituðu
eftir sumaratvinnu á Aust-
fjörðum, þeir, sem ekki voru
annars bundnir við slátt og
önnur búskaparstörf. Stjórnin
hafði orð á því, að mjög erfitt
mundi reynast að fá húsrými
í þorpinu handa þessum 6
mönnum, þrátt fyrir fólksfæð-
ina.
Það er rétt að geta þess, þeg-
ar við ræðum nú undirbúning
að nýju bygginfjarframkvæmd-
unum og öllum þeim fjárhags-
erfiðleikum, sem formaður þess
varð að ráða fram úr, að
stjórnin hafði fest kaup á síld
frá Reykjavík síðari hluta ver-
tíðar 1908, og skyldi g/s Ceres
flytja hana til Eyja á leið sinni
til útlanda. Skipið tók síldina
í Reykjavíkurhöfn og fór með
hana rakleitt til Englands. Að
sjálfsögðu kom sú síld aldrei
til Eyja. Svo ótraust voru flest
viðskipti á þessum tímum, og
háði það mjög afkomu manna
og öllu atvinnulífi. Isfélag Vest-
mannaeyja leitaði nú eftir
skaðabótum hjá Sameinaða
gufuskipafélaginu, sem átti g/s
Ceres, sökum þessa athæfis
skipstjórans. Ekki er þess get-
ið, að slík málaleitan bæri neinn
árangur.
Þau framlög, sem bátaeigend-
ur í Eyjum höfðu heitið í hið
nýja frystihús, kr. 300,00 af
hverjum báti, skyldu greiðast í
þrennu lagi. Kr. 100,00 skyldu
greiðast 20. júní, 20. júlí og 20.
ágúst um sumarið. Síðari hluta
júlímánaðar hafði svo að segja
enginn bátseigandi greitt neitt
af þessum peningum. Þó var
haldið áfram viðstöðulaust
byggingu frystihússins.
I fjárhagsvandræðunum boð-
aði stjórn ísfélagsins til al-
menns fundar í félaginu í ágúst
um sumarið (1908) til þess
m. a. að krefjast efnda á
greiðslum þeim, sem félags-
menn höfðu heitið félaginu 28.
marz um veturinn. Segir í fund-
argjörð, að þá hafi undirtektir
manna um öll fjárframlög
reynzt daufar. Ástæðuna telur
fundarritari fremur almennt
getuleysi manna en viljaleysi.
„Ófyrirsjáanleg óhöpp og tafir
hafa veikt trú manna um
stundarsakir,“ segir í fundar-
gerðinni. Ef til vill eiga mis-
tökin um síldarkaupin frá vetr-
inum sinn þátt í vonleysinu og
tregðunni, þó að stjórnin verði
ekki sökuð um þau.
Þrátt fyrir brigðmælgi og
hinar daufu undirtektir almenn-
ings í Eyjum, afréð stjórn Is-
félagsins að halda fram með
allar byggingarframkvæmdirn-
ar og koma upp frystihúsinu
með vélum, gögnum og gæðum.
Um miðjan október um
haustið var byggingin sjálf