Blik - 01.05.1961, Síða 76
74
B L I K
næstum fullgerð .Kom þá í ljós,
að formaður ísfélagsins, Gísli
J. Johnsen, hafði lánað félaginu
úr eigin vasa um kr. 19000,00
til framkvæmdanna eða nærri
helming alls þess, sem fram-
kvæmdimar höfðu kostað til
þessa.
Að sjálfsögðu hafði hann
fyrst greitt úr eigin vasa fyrstu
afborgun af vélunum, svo að
þær yrðu sendar hindrunar-
laust til landsins. Þær voru nú
komnar til Eyja og biðu þess,
að lokið væri við sjálfa bygg-
inguna á Nýjabæjarhellu.
Að sjálfsögðu var Gísla J.
J. Johnsen það nú í lófa lagið
að eignast frystihúsið nýja,
gera það að sinni einkaeign og
ef til vill gróðafyrirtæki, eins
og allar aðstæður voru þá:
mjög vaxandi vélbátafloti með
mikla þörf á viðskiptum við
frystihúsið nýja og lítil eða
engin tök á að koma upp öðru
frystihúsi í Eyjum á næstu ár-
um. En öll rök hníga að því,
að einkahagsmunir hans hafi
aldrei vakað fyrir honum í þess-
um framkvæmdum. Frystihús-
ið nýja var hugsión, sem fyrst
og fremst skyldi gagnast öllu
byggðarlaginu og almenningur
í Eyium njóta alls hagnaðar
af og þó sérstaklega útvegur-
inn.
Þegar Eyjamenn almennt
komu heim frá Austf jörðum um
haustið, var boðað til almenns
fundur í Isfélaginu. Voru
menn þá enn minntir á greiðslu-
loforð sín og hversu báglega
þeir 'hefðu reynzt fyrirtækinu
til þessa. Á fundi þessum
greiddu 18 aðilar 25—400 krón-
ur, en nafnverð hvers hluta-
bréfs var kr. 25.00 sem alltaf
áður. Þannig greiddust inn á
fundi þessum alls kr. 2715,00.
Jafnframt gerðu félagsmenn
síldarpöntun fyrir næstu ver-
tíð, samtals 15—20 smálestir.
Til þess að tryggja mönnum
góða síld, var afráðið þegar að
senda tvo Eyjabúa til Reykja-
víkur, og skyldu þeir gæta þess,
að til Eyja yrði aðeins seld
góð og óskemmd síld, en ekki
hálfónýt eins og oft áður. Til
þeirrar farar völdust þeir
Magnús Guðmundsson, formað-
ur og bóndi á Vesturhúsum, og
Þorsteinn Jónsson skipstjóri í
Laufási.
Nýja frystihúsið var fullgert
og tók til starfa fyrir áramótin
1908—1909. Þessar fram-
kvæmdir voru sérstæðar með
íslenzku þjóðinni. Fyrsta vél-
knúna frystihúsið á Islandi var
risið af grunni og tekið til nota.
Skotið hafði verið fvrstu stoð-
inni undir hinn risavaxna út-
veg íslendinga á þessari öld,
sem hefur leitt af sér bætta af-
komu á öllum sviðum og stór-
kostlegar framfarir í efnahags-
lífi og menningarmálum þjóðar-
innar.