Blik - 01.05.1961, Síða 77
B L I K
75
Að sjálfsögðu voru Eyjabú-
ar ánægðir með hið nýja fram-
tak ísfélagsstjórnarinnar þó að
lítið bæri á því á yfirborðinu,
og margir nutu þegar góðs af.
Aðalverk stjórnarinnar var nú
að glíma við afleiðingar gjörða
sinna: ráða fram úr hinum
erfiða fjárhag félagsins. Knúið
var enn á félagsmenn og reynt
að binda þá og tryggja sér
greiðslu þeirra með skriflegum
loforðum.
Stjórnin hafði nú gefið út
víxil kr. 5375,00 að upphæð
með ábyrgð sýslufélagsins og
selt hann til þess að geta staðið
í skilum með andvirði frysti-
vélanna.
Þetta víxillán leiddi til ásteyt-
ingar nokkru síðar, með því að
sýslunefnd neitaði að fram-
lengja ábyrgð sýslufélagsins
fyrir því. Þó gaf hún von um
það, ef fjár'hagur félagsins
reyndist betri en almannarómur
sagði hann vera, og skyldu
tveir sýslunefndarmenn fá að-
gang að bókum og reikningum
ísfélagsins og rannsaka fjár-
hag þess. Að þeirri rannsókn
lokinni afréð sýslunefnd að
framlengja ekki ábyrgð sýsl-
unnar fyrir víxilláninu nema
hún fengi veð í láni, sem Is-
húsfélaginu hafði verið heitið
úr Landssjóði 1910 samkv.
fjárlögum Alþingis 1909.
Það leið fram á sumarið 1909.
Skuldir Isfélagsins höfðu hlað-
izt upp m. a. vegna þess, að
félagsmenn höfðu ekki greitt
framlög sín, greitt þá hluti í
félaginu, sem þeir höfðu heitið
og stjórnin gerði ráð fyrir í
áætlunum sínum. Ýmsir reikn-
ingar og fylgibréf höfðu ekki
borizt frá útlendum viðskipta-
vinum ísfélagsins. Þetta með
ýmsu öðru varð þess valdandi,
að stjómin dró það að halda
aðalfund félagsins og gera skil
fyrir framkvæmdaárið mikla
1908. Þennan drátt notuðu
ýmsir sér til að rægja stjórn-
ina, sérstaklega formann henn-
ar, og gera starfið allt tor-
tryggilegt. Þennan róg notuðu
svo ýmsir útgerðarmenn í Eyj-
um sér til varnar, að þeir
keyptu ekki hlut í félaginu,
enda þótt þeir nytu reksturs
þess og starfsemi.
Stjórnin var nú persónulega
í ábyrgð fyrir víxillánum fé-
lagsins, er námu 12—13000,00
króna. Firmað Sabroe í Árhús-
um, sem seldi frystivélarnar,
var sjálft útgefandi víxils að
upphæð kr. 7641,66, sem voru
eftirstöðvar af andvirði vél-
anna. Það fékk nú veð í frysti-
húsinu fyrir láni þessu.
1 nóvember 1909 hafði verið
safnað undirskriftum félags-
manna og skorað þar á stjórn-
ina að halda aðalfund félags-
ins og leggja fram alla reikn-
inga frá næstliðnu ári. Stjórnin
átti í vök að verjast. Hún