Blik - 01.05.1961, Side 79
B L I K
77
hlýddi kalli og hélt almennan
aukafund í félaginu og skýrði
þar frá því, að þau fylgiskjöl,
sem hana hefði vanhagað um,
hefðu þá nýlega borizt henni
og reikningar yrðu því fullgerð-
ir innan skamms. Á fundi þess-
um skýrði formaður frá því, að
skuldir ísfélagsins næmu þá kr.
23000,00 og taldi fjárhag fé-
lagsins ekki slæman, þegar tek-
ið væri tillit til eigna þess og
allrar aðstöðu. Framlög Eyja-
manna til framkvæmdanna eða
'ýsQS MYNDIN TIL VINSTRI:
Myndin er af málverki, sem Engilbert
Gislason, málarameistari, gerði 1959
handa byggðarsafni bœjarins, eitt af
þretn.
fshús ísfélags Vestmannaeyja, hið
fyrsta vélknúna á landinu, sést á mynd-
inni, þar sem það stendur á Nýjabcejar-
hellu með stafna gegn norðri og suðri,
kvist á vesturþekju og 4 glugga á vestur-
hlið. Húsið var byggt á steyptum kjall-
ara, járnklœtt timburhús. Tróðið í hús-
inu var kornhýði. Nýlunda var það hér
á landi að einangra útveggi með þvi
efni, sem reyndist að mörgu leyti mjög
vel, ef hvergi komst raki að þvi.
Nasl á myndinni sést vesturstafninn
á Sjólyst.
Vikið nœst á myndinni var nefnt
„Anesaruik“. Það bar nafn af Anders
Amundsen, norskum skipstjóra, sem var
fyrri maður Ásdisar liúsfreyju i Stakka-
gerði, ömmu séra Jes A. Gislasonar að
Hóli. Amundsen skipstjóri fórst á skútu
sinni 1851. Hann hafði bjargað barni frá
drukknun i viki þessu, og siðan var það
við hann kennt.
Vikið skarst upp með llratta að austan
°g náði langleiðina upp undir stccði
Litlabœjar við Strandveg.
hlutafé nam þá um 8000,00. Is-
félagið átti þá útistandandi æði
mikið fé, sem var andvirði lán-
aðrar beitu frá s.l. vertíð. Sam-
tímis bárust stjórninni kröfur
um greiðslur skulda við síld-
arseljendur. Þrátt fyrir 'hinn
örðuga fjárhag buðust margir
síldarframleiðendur til að selja
ísfélagi Vestmannaeyja beitu-
síld. Skulu þar nefndir t.d. A.
Föhland, Geir Zöega og Jó-
hannes Nordal, sem virðist
ávallt hafa reynzt traustasti
viðskiptavinurinn, sem ísfélag-
ið skipti við.
Nú nálgast hinn mikilvægi
aðalfundur ísfélags Vestmanna-
eyja, sem var haldinn 24. febr.
1910 í gamla Goodtemplarahús-
inu, sem stóð á Mylluhólnum,
þar sem Samkomuhús Vest-
mannaeyja stendur nú. Þegar
fundagjörð félagsins frá árinu
1909 og fram til þessa aðal-
fundar er lesin ofan í kjölinn,
kemur manni vissulega í hug
presturinn, sem fór á laxveið-
ar. Hann hafði Dabba smala
með sér til aðstoðar. Stór lax
beit á flugu prestsins. Lengi
leitaði presturinn lags til að ná
veiðinni á þurrt. En þegar
minnst vonum varði, sleit lax-
inn sig af færinu. Þá sagði
prestur við Dabba: „Seg þú nú
þau orð, sem við eiga, Davíð
minn“. Þetta skildi Dabbi smali
og bölvaði stórum.
Mér verður líkt farið og