Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 80
78
B L I K
presti, þegar ég les fundar-
gjörðarbókina.
Ég veigra mér við að segja
það, sem mér kemur í hug og
blasir við lesandanum. En við
skulum koma á aðalfundinn. —
Fundarstjóri var kosinn Árni
Filippusson.
Formaður félagsins, Gísli J.
ohnsen, las upp reikninga fé-
lagsins fyrir árin 1908 og 1909
með 92 fylgiskjölum og athuga-
semdiun endurskoðenda. Þá var
þar glöggt yfirlit um fjárhag
félagsins miðað við árslok 1909,
skuldir þess og eignir. Á fund-
inum var líka lagður fram listi
yfir skuldunauta félagsins og
einstaka bátafélög, sem lagt
höfðu fram fé, keypt hlutabréf,
til þess að létta undir byggingu
hins nýja frysti'húss. Bæði voru
reikningarnir og listar þessir
skilmerkilegir og fullnægjandi.
Formaður skýrði reikningana
ítarlega, og fundu andstæðing-
ar hans og rógberar engan
höggstað og höfðu hægt um
sig á fundinum en vonuðu fast-
lega þó, að endalyktirnar yrðu
þeim í vil. Nokkrar umræður
urðu um reikningana, áður en
þeir voru samþykktir. Það var
gert með 19 atkvæðum gegn
þremur.
Miklar umræður urðu á fund-
inum um það, hvernig skapa
mætti þeim félagsmönnum, sem
voru stofnendur gamla frysti-
hússins, fjár'hagslegt jafnrétti
við hina, sem lagt höfðu fé til
byggingar nýja, vélknúna
frystihússins. Talað var um að
gefa út ný hlutabréf til handa
stofnendunum og tvöfalda á
þeim nafnverð gömlu bréfanna.
Endanlega varð þó ekkert út
um það gjört.
Fjárhagur félagsins leyfði
það, að hluthafar fengju 6%
arð af hlutafé sínu gömlu og
nýju og samþykkti aðalfundur
það. Einnig var samþykkt að
greiða stjórninni alls kr. 500,00,
sem skyldi skoðast þóknun fyr-
ir félagsstarfið á s.l. árum.
Það sem olli félagsstjórninni
mestum erfiðleikum var rógur
vissra manna í félaginu á bak
stjórninni, og þá sérstaklega
formanni hennar, Gísla J. John-
sen. Þessi rógur hafði meðal
annars, orðið þess valdandi, að
sýslunefndin hafði kippt að sér
hendinni með að veita ábyrgð
sýslusjóðs fyrir láni, kr. 20.000,-
00, sem Isfélaginu stóð til boða
úr Viðlagasjóði, svo að greiða
mætti þar með ýmsar aðkall-
andi skuldir félagsins og koma
viðskiptum þess á traustan
grundvöll. Þessi fyrirhugaða
lántaka var nú enn tekin fyrir
á fundinum og rædd. Síðan
samþykkt svohljóðandi tillaga:
Fundurinn gefur stjórn fé-
lagsins umboð til þess að taka
lán úr Viðlagasjóði, allt að
20000,00 krónur og að fara
fram á það við sýslunefndina