Blik - 01.05.1961, Síða 81
blik
79
hér, að veita ábyrgð þá, sem
landsstjórnin setur sem skil-
yrði fyrir lánveitingunni, svo
og að stjórninni sé heimilt, ef
sýslunefndin krefst þess, að
veðsetja eignir félagsins til
tryggingar því, að sýslufélagið
bíði eigi halla af að takast hér
umrædda ábyrgð á hendur.
Þegar ísfélag Vestmanna-
eyja hafði byggt hið nýja
frystihús og aukið þar með
starfsemi sína og starfssvið,
þurfti nauðsynlega að setja fé-
laginu ný lög. Almennur félags-
fundur, sem haldinn var 7. febr.
1909, hafði kosið nefnd til þess
að semja 'hin nýju félagslög. Nú
var frumvarp til þessara nýju
félagslaga lagt fram á aðal-
fundinum. Það var vandlega
undirbúið og nú gengið til at-
kvæða um það. Allar greinar
þess voru samþykktar mótat-
kvæðalaust nema 3. greinin.
Var hún samþykkt með 27
atkv. gegn 5. Ekki er mér
kunnugt, hvað þar bar á milli.
Síðan fór fram stjómarkosn-
ing.
Gunnar Ólafsson var nú kos-
inn formaður Isfélags Vest-
mannaeyja með 34 atkvæðum,
féhirðir Ámi Filippusson með
38 atkvæðum og meðstjórnend-
ur Magnús Guðmundsson, Vest-
urhúsum með 20 atkvæðum,
Erlendur Árnason, Gilsbakka,
naeð 17 og Jón Einarsson á
Gjábakka með 12 atkvæðum.
Varamenn í stjórn Sigurður
hreppstjóri Sigurfinnsson.
Endurskoðendur urðu þeir
Þórarinn Gíslason á Lundi og
séra Jes A. Gíslason og til
vara Jóhann Þ. Jósefsson.
Þannig launuðu þá útgerðar-
menn í Eyjum Gísla J. Johnsen
hans mikla og fórnfúsa starf
fyrir Isfélag Vestmannaeyja.
Hann hafði til þessa fórnað fé-
laginu óhemjumiklum tíma,
neytt þekkingar sinnar á við-
skiptum og tækni því til sköp-
unar og hagsbóta, lánað því
fúlgur fjár úr eigin vasa, þeg-
ar öll önnur fjárhagssund voru
lokuð, og gert yfirleitt allt, sem
hugsazt gat og í mannlegu valdi
gat staðið til þess að móta það
og efla sýslufélaginu í heild
til ómetanlegra hagsbóta. Nú
varð hann að lúta í lægra haldi
fyrir rógi vissra félagsmanna,
sem 'hafði tekizt að gera hann
tortryggilegan.
í marzmánuði 1910 afréð
stjórn ísfélagsins að stofna til
verzlunar með kjöt fyrir reikn-
ing félagsins. Var þá hinum
nýja formanni félagsins falið
að festa kaup á nýju kjöti á
Austfjörðum og flytja til Eyja
á strandferðabátnum Austna,
sem hafði kælirúm. Jafnframt
var almenningi í sýslufélaginu
gefinn kostur á að geyma fisk
í íshúsinu í nokkra daga og
skyldi gjaldið fyrir geymsluna