Blik - 01.05.1961, Side 82
80
B L I K
vera hálfur annar eyrir á pund-
ið (3 aurar á kg.), ef geymslu-
tími væri styttri en vika. Fyrir
lengri tíma skyldi taka tvöfalt
gjald. Lítið eða ekkert varð af
verzlun með kjöt að þessu sinni.
Vorið 1910 var undirbúin lán-
takan úr Landssjóði og stóð nú
ekki á sýslufélaginu að ganga
í ábyrgð fyrir láninu.
Þetta haust buðust ýmsir til
að kaupa gamla íshúsið af fé-
laginu og vildu breyta því í
íbúðarhús. Hæsta tilboð var
kr. 900,00. Það þótti stjórninni
og félagsmönnum of lítið verð
og afréðu að gera það heldur
vel úr garði og geyma í því snjó
og ís til öryggis útvegi Eyja-
manna.
Þetta haust var gengið hart
að því að innheimta skuldir,
sem félagsmenn stóðu í við Is-
félagið vegna síldarkaupa. Var
mönnum hótað málssókn, ef
þeir greiddu ekki.
Starfsmenn Isfélagsins voru
nú: Högni Sigurðsson, sem áð-
ur, aðalvélstjóri, og honum til
aðstoðar var Björn Bjarnason
frá Hlaðbæ, síðar útgerðarmað-
ur og búandi í Bólstaðarhlíð.
Eftir áramótin 1911 var árs-
kaup Högna hækkað úr kr.
800,00 í kr. 1000.00 og árskaup
Björns í kr. 600,00 eða kr. 50
á mánuði.
Það var ávallt bundið nokkr-
um erfiðleikum að festa kaup
á góðri beitu handa íshúsinu
og fá 'hana flutta til Eyja ó-
skemmda. I marzmánuði 1911
var beituskortur í Eyjum. Þá
boðuðu útgerðarmenn og sjó-
menn til almenns fundar í Þing-
húsi hreppsins og var stjórn
Isfélags Vestmannaeyja boðið
á þann fund. Mun hún þar hafa
fengið ýmis miður hefluð orð
í eyra. Skorað var á hana að
festa þá þegar kaup á allt að
20000 pundum (10 smálestum)
beitusíldar. Þá var mjög erfitt
að fá síld keypta í landinu.
Stjórnin virðist þá hafa verið
algjörlega úrræðalaus. Bauðst
þá Gísli J. Johnsen til þess að
útvega Isfélaginu síld frá Eng-
landi. Eftir hinn almenna fund
í þinghúsinu skrifaði stjórn Is-
félagsins Gísla J. Johnsen svo-
látandi bréf:
Vestmannaeyjum, 9. marz 1911.
Herra konsúll, Gísli J. Johnsen,
Vestmannaeyjum.
I tilefni af jrfirvofandi beitu-
skorti hér, ályktun almenns
fundar útvegsbænda og sjó-
manna haldinn í dag og tilboði
yðar á þeim fundi, lejrfir stjórn
,,Isfélags Vestmannaeyja“ sér
hér með að biðja yður að út-
vega ísfélaginu svo fljótt sem
unnt er 20—30 þúsund pund
beitusíldar frá Englandi eða
annars staðar að á þann hátt,
sem þér teljið hagkvæmast fyr-
ir félagið og sjávarútveg Vest-
mannaeyja, eftir þeim núver-