Blik - 01.05.1961, Qupperneq 83
B L I K
81
andi kringumstæðum, sem yður
eru kunnar.
Virðingarfyllst
Árni Filippusson, Jón
Einarsson, Erlendur
Árnason, Magnús Guð-
mundsson.
Enda þótt Sigurður Sigur-
finnsson sæti þennan fund
stjórnarinnar í fjarveru for-
mannsins, Gunnars Ólafssonar,
sem þá var á þingi, skrifar
hann ekki undir fundargerð
þessa. Hann var varamaður í
stjórninni, eins og áður er fram
tekið.
Eftir stjórnarbyltinguna í Is-
félagi Vestmannaeyja 24. febr.
1910, komst brátt til tals á
stjómarfundi að breyta þá þeg-
ar hinum nýju lögum félags-
ins.
Á aðalfundi 25. maí 1911 bar
stjórnin fram breytingatillög-
ur við fjórar greinar félagslag-
anna. Þær voru samþykktar og
lögin síðan prentuð eins og þau
þá voru endanlega samþykkt.
Ég afræð að birta þau hér,
þar sem hér er um að ræðö,
mjög mikilvæg og merkileg fé-
lagssamtök, sem byggt hefur
og rekur fyrsta vélknúna
frystihúsið í landinu.
Lög fyrir ísfélag Vestmanna-
eyja. (Samþykkt á aðalfundi
24. febrúar 1910):
1. gr.
Félagið er hlutafélag. Firmanafn
þess er „ísfélag Vestmannaeyja.“
Heimili þess og varnarþing er í
Vestmannaeyjum.
2. gr.
Aðalhlutverk félagsins er að
hafa ávallt og selja til beitu næga
og góða síld. Það getur gjört út
skip eða báta til síldveiða, ef lög-
mætur félagsfundur er því sam-
þykkur. Að öðrum kosti kaupir fé-
lagið sildina, þar sem hún fæst
bezt og ódýrust.
Matvæli, önnur en síld, má taka
til geymslu, þegar húsrúm leyfir,
kjöt þó því aðeins, að félagið sjálft
hafi það ekki til sölu. Þó getur
stjórn félagsins gert undantekning
frá því, ef sérstakar kringumstæð-
ur mæla með því og það kemur
ekki í bága við hag félagsins.
3. gr.
Stofnfé félagsins er 12000,00
krónur, sem skiptist í 480 hluti á
25 kr. hver. Stjórn félagsins hefur
heimild til að ákveða að auka
stofnfé upp í allt að 18000,00 krón-
ur, en til aukningar þar fram yfir
þarf samþykki aðalfundar.
4. gr.
Þegar hluthafi hefur greitt að
fullu hlut til félagsins, fær hann
hlutabréf, er stjórn félagsins gefur
út. Hlutabréf þetta veitir honum
öll þau réttindi, er lög félagsins
ákveða.
Á hverju hlutabréfi skal eigandi
nafngreindur og nafn hans ritað
með viðsettri tölu á hlutaskrá fé-
lagsins. Þegar eigendaskipti verða
að hlutabréfi, skal tilkynna það
stjórn félagsins, er bá ritar nafn
hins nýja eiganda á hlutaskrána.
Fyrr en það er gjört, hefur hann
eigi atkvæðisrétt í félaginu. Ávallt
skulu þeir, er heimili eiga í Vest-
mannaeyjum, hafa forgangsrétt að
kaupi á hlutabréfi Glatist hluta-